Íslenski boltinn

Lokaumferðin í beinni fyrir utan landsteinana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram á morgun og nú er orðið ljóst að Íslendingar erlendis fá tækifæri til fylgjast með gangi mála á Sporttv.is. Útsending Stöð 2 Sport  frá lokaumferðinni verður aðgengileg á netinu.

SportTV.is hefur náð samkomulagi við Sport Five og Stöð 2 Sport um að streyma útsendingu Stöðvar 2 Sport frá lokaumferð Pepsí deildar karla út fyrir landssteinana. Íslendingar erlendis sem og aðrir staddir utan Íslands geta því horft á Íslandsmeistarabikarinn fara á loft í beinni útsendingu á SportTV fyrir þúsund íslenskar krónur.

Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13:15 að íslenskum tíma en aðalleikur dagsins er viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks. Spennan fyrir lokaumferðina er mikil en þrjú lið geta staðið uppi sem sigurvegarar. Breiðablik er í bestu stöðunni fyrir leiki laugardagsins en ÍBV og FH geta einnig staðið uppi sem sigurvegari í lok dagsins og því verður einnig sýnt frá helstu atriðum leikja Fram og FH og Keflavíkur og ÍBV í útsendingunni.

Útsending SportTV er læst íslenskum ip-tölum og aðeins hægt að sjá hana utan landssteinanna. Útsending hefst 13:15 með ítarlegri upphitun en leikirnir sjálfir hefjast klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×