Fótbolti

Fékk hjartaáfall í miðjum leik og dó en var spjaldaður fyrir leikaraskap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gula spjaldið á loft.
Gula spjaldið á loft. Mynd/AFP
Króatíski áhugamaðurinn Goran Tunjic lést eftir að hafa fengið hjartaáfall í miðjum leik Mladost FC og Hrvatski Sokola í neðri deild í Króatíu á dögunum. Dómari leiksins áttaði sig ekki alveg á aðstæðum í fyrstu og spjaldaði leikmanninn fyrir leikaraskap.

Dómarinn áttaði sig þó fljótt á alvarleika málsins og kallaði eftir hjálp. Það var brunað með Tunjic á næsta sjúkrahús þar sem hann var útskurðaur látinn. Goran Tunjic var 32 ára gamall varnarmaður hjá Mladost FC liðinu.

„Læknarnir reyndu að hjálpa honum en það var ekkert sem þeir gátu gert. Hann lést samstundis," sagði talsmaður félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×