Útlit er fyrir að samdráttur verði meiri á árinu en gert var ráð fyrir í haust, samkvæmt endurskoðaðri spá Hagdeildar ASÍ. Í spánni er gert ráð fyrir batinn í efnahagslífinu verði hægari en áður var talið.
Ástæðan er sú að mikil óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdir og segir ASÍ allt útlit vera fyrir að þær frestist hið minnsta fram á næsta ár sem hafi þær afleiðingar að samdrátturinn í ár verði meiri og atvinnuleysið meira. Þetta þýði meiri samdrátt í kaupmætti fyrir heimilin og versnandi lífskjör fram á næsta ár.
Hagdeild ASÍ spáir því nú að landsframleiðsla dragist saman um ríflega 5% í ár eftir ríflega 7% samdrátt í fyrra, en botninum verði náð á síðari hluta þessa árs og efnahagsástandið batni árið 2011. Hagvöxtur verður ríflega 2% á því ári og 5,6% á árinu 2012.
