Fótbolti

Malmö enn með fullt hús stiga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þóra Helgadóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Þóra Helgadóttir í leik með íslenska landsliðinu.

LdB Malmö er enn með fullt hús stiga á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Örebro í Íslendingaslag í dag.

Þóra Helgadóttir stóð allan leikinn í marki Malmö en Dóra Stefánsdóttir gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

Edda Garðarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Örebro og lék allan leikinn. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir er hins vegar enn fjarverandi eftir meiðsli sem hún hlaut í leik með íslenska landsliðinu í síðasta mánuði.

Malmö er á toppi deildarinnar með tólf stigog nú með þriggja stiga forystu á næsta lilð. Örebro er í sjötta sætinu með sex stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×