Enski boltinn

Carragher á von á að Gerrard og Torres verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Gerrard og Jamie Carragher.
Steven Gerrard og Jamie Carragher. Nordic Photos / Getty Images
Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, segist eiga von á því að þeir Steven Gerrard og Fernando Torres verði báðir áfram í herbúðum félagsins á næstu leiktíð.

Ítrekað hefur verið fjallað um framtíð þeirra í fjölmiðlum í Englandi síðan að Liverpool mistókst að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Roy Hodgson var á dögunum ráðinn knattspyrnustjóri liðsins og sagðist hann ætla gera allt sem í hans valdi stæði til að halda Gerrard og Torres í Liverpool.

„Það hefur verið mikið rætt um þetta en ég tel að fólkið sem hefur verið að halda þessu fram hafi einungis verið að skapa þrýsting á okkur," sagði Carragher við enska fjölmiðla.

„Ég á ekki von á því að nokkur þeirra hafi áhuga á að koma fram undir nafni og halda þessu fram."

„Ég er viss um að þeir verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili og ef svo er verður það markmið okkar að komast aftur í Meistaradeildina. Ef það tekst væri það mikið afrek fyrir félagið og knattspyrnustjórann."

„Þetta verður erfitt tímabil en ef við höldum okkar leikmönnum og spilum eins og við gerðum fyrir nokkrum árum getum við aftur blandað okkur í þessa baráttu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×