Fótbolti

Landsliðsþjálfari Nígeríu rekinn - Hiddink orðaður við starfið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Shaibu Amodu.
Shaibu Amodu. Nordic photos/AFP

Knattspyrnusamband Nígeríu hefur ákveðið að reka landsliðsþjálfarann Shaibu Amodu þrátt fyrir að hann hafi stýrt liðinu til þriðja sætis í Afríkukeppninni á dögunum.

Það er því ljóst að Nígería þarf að finna sér nýjan landsliðsþjálfara fyrir HM næsta sumar en hinn 51 árs gamli Amodu stýrði Nígeríu einnig til þriðja sætis í Afríkumótinu árið 2002 og var þá einnig látinn taka pokann sinn fyrir HM það sama ár.

Hollendingurinn Guus Hiddink hefur verið nefndur til sögunnar sem líklegur arftaki Amodu í starfi en Hiddink mistókst að stýra Rússum á lokakeppnina en samningur hans við knattspyrnusamband Rússland á að renna út eftir HM.

Hiddink hefur fyrir utan Rússland einnig áður stýrt landsliðum Hollands, Suður-Kóreu og Ástralíu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×