Enski boltinn

Chamakh: Ef ég mætti ráða þá færi ég til Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
Marouane Chamakh.
Marouane Chamakh. Nordic photos/AFP

Framherjinn Marouane Chamakh hefur slegið í gegn á þessu tímabili með Bordeaux í frönsku deildinni og Meistaradeildinni og er undir smásjá margra af stærstu félögum Evrópu.

Hinn 26 ára gamli Chamakh verður samningslaus næsta sumar og munu Arsenal, Inter, Juventus og Sevilla öll vera á höttunum eftir honum en af þessu félögum ætti Lundúnafélagið að vera í bílstjórasætinu ef marka má nýlegt viðtal við kappann.

„Hvað varðar framtíð mína þá er ég með öll trompin á hendi. Ég verð samningslaus næsta sumar og veit af áhuga margra félaga en ef ég mætti ráða algjörlega þá myndi ég vilja fara til Englands og spila með Arsenal.

Líkurnar á að ég haldi áfram hjá Bordeaux fara minnkandi með hverjum deginum en ég mun tjá forráðamönnum félagsins óskir mínar um leið og ég geri þær upp við sjálfan mig því þetta félag hefur reynst mér mjög vel," segir Chamakh í viðtali við L'Equipe.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×