Friðrik Dór til Senu 20. febrúar 2010 06:00 samningur í höfn Friðrik Dór við undirritun samningsins ásamt Jóni Gunnari Geirdal hjá Senu. „Ég er bara ánægður með þetta. Það er gott að vera kominn með þessi mál á hreint," segir Hafnfirðingurinn Friðrik Dór Jónsson sem hefur skrifað undir útgáfusamning við Senu. „Núna getur maður farið að einbeita sér að því að búa til góða tónlist." Samningurinn felur í sér útgáfu á fyrstu sólóplötu hans sem er væntanleg í haust. Honum til halds og traust verður upptökuteymið Redd Lights, sem hefur verið að hasla sér völl að undanförnu. Friðrik Dór sló í gegn síðasta sumar með laginu Hlið við hlið sem var þriðja mest spilaða íslenska lagið á FM 957 á síðasta ári. Nýja lagið hans, Á sama stað, sem hann gerði með rapparanum Erpi Eyvindarsyni, hefur einnig hlotið góðar viðtökur. Friðrik, sem sérhæfir sig í dúnmjúkri R&B-tónlist, er sjóðheitur um þessar mundir. Hann kom fram í spjallþætti Loga Bergmanns í gærkvöldi og í kvöld stígur hann á svið á konukvöldi FM 957 ásamt Haffa Haff, Í svörtum fötum og fleiri tónlistarmönnum. „Þetta verður vonandi bullandi stemning," segir hann um konukvöldið. Jón Gunnar Geirdal hjá Senu segir útgáfuna hafa tröllatrú á Friðriki. „ Við erum mjög spenntir og bindum miklar vonir og væntingar við hann," segir Jón Gunnar. „Það er gaman að koma fram með ungan og ferskan listamann sem er með frambærilegt og gott efni," segir hann og útilokar ekki að 2010 verði árið hans Friðriks: „Þetta getur klárlega verið árið hans og hann á pottþétt eftir að kremja einhver hjörtu. Hann hefur alla burði til að verða poppstjarna." - fb Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira
„Ég er bara ánægður með þetta. Það er gott að vera kominn með þessi mál á hreint," segir Hafnfirðingurinn Friðrik Dór Jónsson sem hefur skrifað undir útgáfusamning við Senu. „Núna getur maður farið að einbeita sér að því að búa til góða tónlist." Samningurinn felur í sér útgáfu á fyrstu sólóplötu hans sem er væntanleg í haust. Honum til halds og traust verður upptökuteymið Redd Lights, sem hefur verið að hasla sér völl að undanförnu. Friðrik Dór sló í gegn síðasta sumar með laginu Hlið við hlið sem var þriðja mest spilaða íslenska lagið á FM 957 á síðasta ári. Nýja lagið hans, Á sama stað, sem hann gerði með rapparanum Erpi Eyvindarsyni, hefur einnig hlotið góðar viðtökur. Friðrik, sem sérhæfir sig í dúnmjúkri R&B-tónlist, er sjóðheitur um þessar mundir. Hann kom fram í spjallþætti Loga Bergmanns í gærkvöldi og í kvöld stígur hann á svið á konukvöldi FM 957 ásamt Haffa Haff, Í svörtum fötum og fleiri tónlistarmönnum. „Þetta verður vonandi bullandi stemning," segir hann um konukvöldið. Jón Gunnar Geirdal hjá Senu segir útgáfuna hafa tröllatrú á Friðriki. „ Við erum mjög spenntir og bindum miklar vonir og væntingar við hann," segir Jón Gunnar. „Það er gaman að koma fram með ungan og ferskan listamann sem er með frambærilegt og gott efni," segir hann og útilokar ekki að 2010 verði árið hans Friðriks: „Þetta getur klárlega verið árið hans og hann á pottþétt eftir að kremja einhver hjörtu. Hann hefur alla burði til að verða poppstjarna." - fb
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Spamalot í London Bíó og sjónvarp Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Lífið Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn Tónlist RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Sjá meira