Íslenski boltinn

Daði: Fátt jákvætt hægt að taka úr þessum leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Haukar.is
Mynd/Haukar.is

„Þetta minnti mann á skot- og fyrirgjafaæfingu frá því í fyrra," sagði Daði Lárusson, markvörður Hauka, sem var að mæta sínum fyrrum félögum í FH í kvöld.

FH-ingar voru mun betri í leiknum og unnu sannfærandi 3-1 sigur. „Þetta var erfitt hjá okkur frá upphafi til enda. Það er fátt jákvætt sem við getum tekið út úr þessu, það verður að segjast eins og er," sagði Daði.

„Í svona nágrannaslögum eiga úrslitin að vera tvísýn og ráðast á síðustu mínútunum. Í dag verður að viðurkennast að það var ekki spurning hvoru megin þetta myndi enda. Við vorum bara ekki með."

„Við höfum góðan tíma til að laga ýmislegt fyrir næsta leik. Nú verðum við bara að sýna úr hverju við erum gerðir og stíga upp úr þessum skít," sagði Daði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×