Innlent

Eva Joly: „Enginn getur ráðskast með embættið”

Eva Joly, fráfarandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, sagði við starfslok sín í dag að enginn gæti ráðskast með embætti sérstaks saksóknara. Starfslið sérstaks saksóknara sé sterkt og öflugt og það muni leiða til ákæra.

Hún segir eðlilegt að fólk á Íslandi verði fyrir vonbrigðum ef það sér ekki árangur af rannsókninni, en það verði að hafa í huga að hún taki langan tíma. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði að gert væri ráð fyrir að rannsóknum embættisins ljúki árið 2014.

Eva Joly sagði að rannsóknir embættisins væru háðar samstarfi við erlenda aðila, til að mynda væri enn beðið eftir gögnum úr húsleitum frá Lúxemborg og Bretlandi. Hún segir mikilvægt að sýna þolinmæði. Eva Joly sagði að jafn þung áhersla verði lögð á rannsóknir á gamla Kaupþingi, Landsbankanum og Glitni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×