Kominn í hóp með Kobe Bryant og Jack Bauer 20. febrúar 2010 06:00 Gísli og dúkkurnar Gísli hafði ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Þær eru framleiddar af hinu virta leikfangafyrirtæki McFarlane sem hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum sjónvarpsþáttanna 25 og The Simpsons. Fréttablaðið/Valli Myndir af hasardúkkum McFarlane-fyrirtækisins úr kvikmyndinni Prince of Persia: Sand of Time eru komnar á Netið. Og þar á íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson sína eigin dúkku en eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Gísli skúrkinn The Vizier á móti stórleikaranum Jake Gyllenhaal og Bond-píunni Gemmu Arteton auk Bens Kingsley og Alfreds Molina. Gísli hafði sjálfur ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Ja hérna, ég segi nú bara ekki annað, það er ekki öll vitleysan eins í þessu lífi," voru fyrstu viðbrögð Gísla þegar þetta var borið undir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð alltaf til að gera svona dúkkur og Gísli mun sennilega getað státað af því áður en sumarið brestur á, einn Íslendinga, að eiga bæði sína eigin McFarlane-dúkku og Lego-karl því danska kubbafyrirtækið er á fullu við að undirbúa útgáfu á Lego-körlum upp úr kvikmyndinni. „Ég er reyndar búinn að sjá Lego-karlinn og hann er mjög flottur." McFarlane-fyrirtækið er þekkt fyrir dúkkur sínar og hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum úr sjónvarpsþáttunum 24 og The Simpsons. Kvikmyndin sjálf verður frumsýnd í lok maí í Bandaríkjunum en Gísli segist ekki hafa hugmynd um hvernig hlutverki hans verði háttað í tengslum við markaðssetningu myndarinnar. „Nei, þeir hafa ekkert verið duglegir að hafa samband, þeir hjá Disney, og upplýsa mann um framgang mála," segir Gísli. Bundnar eru miklar vonir við myndina þar vestra og jafnvel reiknað með að svipað æði ríði yfir Bandaríkin og þegar sjóræningjamyndirnar hans Johnny Depp voru nánast einráðar í kvikmyndahúsum um allan heim. Leikarinn segist annars hlakka til að sjá myndina, það hafi verið bjart yfir henni þegar hann las handritið. „Þetta er bara strákamynd, bara sandur og sól, karlar að skylmast og sæt prinsessa," segir Gísli og bætir því við að sennilega megi hann reikna með því að næstu pakkar sem hann fái verði harðir. „Já, ég er ansi hræddur um það." - freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Myndir af hasardúkkum McFarlane-fyrirtækisins úr kvikmyndinni Prince of Persia: Sand of Time eru komnar á Netið. Og þar á íslenski leikarinn Gísli Örn Garðarsson sína eigin dúkku en eins og Fréttablaðið hefur greint frá leikur Gísli skúrkinn The Vizier á móti stórleikaranum Jake Gyllenhaal og Bond-píunni Gemmu Arteton auk Bens Kingsley og Alfreds Molina. Gísli hafði sjálfur ekki séð dúkkurnar þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Ja hérna, ég segi nú bara ekki annað, það er ekki öll vitleysan eins í þessu lífi," voru fyrstu viðbrögð Gísla þegar þetta var borið undir hann. Eins og Fréttablaðið greindi frá stóð alltaf til að gera svona dúkkur og Gísli mun sennilega getað státað af því áður en sumarið brestur á, einn Íslendinga, að eiga bæði sína eigin McFarlane-dúkku og Lego-karl því danska kubbafyrirtækið er á fullu við að undirbúa útgáfu á Lego-körlum upp úr kvikmyndinni. „Ég er reyndar búinn að sjá Lego-karlinn og hann er mjög flottur." McFarlane-fyrirtækið er þekkt fyrir dúkkur sínar og hefur meðal annars gert dúkkur af þekktustu leikmönnum NBA og persónum úr sjónvarpsþáttunum 24 og The Simpsons. Kvikmyndin sjálf verður frumsýnd í lok maí í Bandaríkjunum en Gísli segist ekki hafa hugmynd um hvernig hlutverki hans verði háttað í tengslum við markaðssetningu myndarinnar. „Nei, þeir hafa ekkert verið duglegir að hafa samband, þeir hjá Disney, og upplýsa mann um framgang mála," segir Gísli. Bundnar eru miklar vonir við myndina þar vestra og jafnvel reiknað með að svipað æði ríði yfir Bandaríkin og þegar sjóræningjamyndirnar hans Johnny Depp voru nánast einráðar í kvikmyndahúsum um allan heim. Leikarinn segist annars hlakka til að sjá myndina, það hafi verið bjart yfir henni þegar hann las handritið. „Þetta er bara strákamynd, bara sandur og sól, karlar að skylmast og sæt prinsessa," segir Gísli og bætir því við að sennilega megi hann reikna með því að næstu pakkar sem hann fái verði harðir. „Já, ég er ansi hræddur um það." - freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira