Innlent

Varað við flughálku

Vegna hlýnandi veðurs á landinu og hættu á myndun á flughálku og spá um vaxandi vind á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi, biður Vegagerðin vegfarendur um að sýna sérstaka aðgát.

Hálka og hálkublettir eru á ýmsum leiðum um Suður- og Suðausturland. Mikil hálka er farin að myndast í uppsveitum Árnessýslu og einnig á hinum ýmsu útvegum í Rangárvallasýslu.

Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir.

Á Norðurlandi eru hálkublettir á útvegum í Húnavatnssýslu og Skagafirði en öllu meiri hálka við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum.

Hálka eða hálkublettir eru á Austurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×