Bubbi vill fría smokka í grunnskóla Erla Hlynsdóttir skrifar 11. nóvember 2010 14:40 Bubbi Morthens í auglýsingaherferðinni frá 1986 „Miðað við þær fréttir sem við fáum af gríðarlegri útbreiðslu kynsjúkdóma held ég að sú herferð hljóti að hafa mistekist hrapalega," segir Bubbi Morthens um 24 ára gamla auglýsingaherferð þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Bubbi tók sjálfur þátt í herferðinn en nú hefur verið ákveðið að endurgera hana og hafa um hundrað þekktir einstaklingar samþykkt að taka þátt. Að sögn Bubba skipti það hann miklu að nota smokkinn. „Enda var ég mjög seinn til að eignast börn," segir hann kankvís. Hann segist nokkuð viss um að ástæðan fyrir því að ungt fólk í dag notar smokkinn lítið sé ekki sú að það sé feimið við að nota hann heldur fyrst og fremst því hann sé svo dýr, og leggur til nýstárlega nálgun til að sporna við útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég man að þegar ég var í skóla kom fólk og hellti í okkur lýsi. Ég held að það væri tilvalið að dreifa smokkum ókeypis í efstu bekkjum grunnskóla. Miðað við tíðarandann í dag þá held ég að það sé ekkert svo galin hugmynd," segir hann. Hemmi Gunn í auglýsingunni margfrægu Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, tók einnig þátt í herferðinni á sínum tíma og ætlar aftur að vera með nú. „Ég þurfti ekki að hugsa þetta tvisvar. Ég var reiðubúinn um leið og þeir höfðu samband," segir Hemmi. Hann rifjar upp að tal um smokka hafi verið meira feimnismál hér á árum áður. „Það var nú einu sinni þannig að flestir af minni kynslóð voru svo bældir og lokaðir að þeir ræddu helst ekki svona mál. Ég hafði mikið umgengist yngra fólk sem fararstjóri og var orðinn öllu vanur. Mér fannst þetta alltaf mjög flott mál," segir hann. „Mér fannst þetta alveg stórsnjallt á sínum tíma. Ég var mjög stoltur af því að taka þátt." Þeir sem standa að nýju auglýsingaherferðinni eru félagasamtökin Smokkur - sjálfsögð skynsemi og Ástráður félag læknanema, ásamt Íslensku auglýsingastofunni. Á sínum tíma var átakinu beint sérstaklega gegn alnæmi. Nú hefur herferðin víðtækari skírskotun enda Íslendingar, sér í lagi ungt fólk, alls ekki nógu duglegir að nota smokkinn. Afleiðingarnar af því eru til að mynda þær að Íslendingar eiga nú Norðurlandamet í klamydíusmitum. „Íslendingar tóku klamydíuna með stæl," segir Hemmi. Hér fyrir neðan má skoða myndir af þremur auglýsingaplakötum frá 1986 þar sem fólk er hvatt til að setja öryggið á oddinn því „smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál." Þar má sjá fjölda þekktra einstaklinga, svo sem Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu, Þorgrím Þráinsson rithöfund og Elínu Hirst fréttakonu. Hægt er að stækka myndir af plakötunum með því að smella á þær inni í myndasafninu. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Miðað við þær fréttir sem við fáum af gríðarlegri útbreiðslu kynsjúkdóma held ég að sú herferð hljóti að hafa mistekist hrapalega," segir Bubbi Morthens um 24 ára gamla auglýsingaherferð þar sem fólk var hvatt til að nota smokkinn. Bubbi tók sjálfur þátt í herferðinn en nú hefur verið ákveðið að endurgera hana og hafa um hundrað þekktir einstaklingar samþykkt að taka þátt. Að sögn Bubba skipti það hann miklu að nota smokkinn. „Enda var ég mjög seinn til að eignast börn," segir hann kankvís. Hann segist nokkuð viss um að ástæðan fyrir því að ungt fólk í dag notar smokkinn lítið sé ekki sú að það sé feimið við að nota hann heldur fyrst og fremst því hann sé svo dýr, og leggur til nýstárlega nálgun til að sporna við útbreiðslu kynsjúkdóma. „Ég man að þegar ég var í skóla kom fólk og hellti í okkur lýsi. Ég held að það væri tilvalið að dreifa smokkum ókeypis í efstu bekkjum grunnskóla. Miðað við tíðarandann í dag þá held ég að það sé ekkert svo galin hugmynd," segir hann. Hemmi Gunn í auglýsingunni margfrægu Hermann Gunnarsson, betur þekktur sem Hemmi Gunn, tók einnig þátt í herferðinni á sínum tíma og ætlar aftur að vera með nú. „Ég þurfti ekki að hugsa þetta tvisvar. Ég var reiðubúinn um leið og þeir höfðu samband," segir Hemmi. Hann rifjar upp að tal um smokka hafi verið meira feimnismál hér á árum áður. „Það var nú einu sinni þannig að flestir af minni kynslóð voru svo bældir og lokaðir að þeir ræddu helst ekki svona mál. Ég hafði mikið umgengist yngra fólk sem fararstjóri og var orðinn öllu vanur. Mér fannst þetta alltaf mjög flott mál," segir hann. „Mér fannst þetta alveg stórsnjallt á sínum tíma. Ég var mjög stoltur af því að taka þátt." Þeir sem standa að nýju auglýsingaherferðinni eru félagasamtökin Smokkur - sjálfsögð skynsemi og Ástráður félag læknanema, ásamt Íslensku auglýsingastofunni. Á sínum tíma var átakinu beint sérstaklega gegn alnæmi. Nú hefur herferðin víðtækari skírskotun enda Íslendingar, sér í lagi ungt fólk, alls ekki nógu duglegir að nota smokkinn. Afleiðingarnar af því eru til að mynda þær að Íslendingar eiga nú Norðurlandamet í klamydíusmitum. „Íslendingar tóku klamydíuna með stæl," segir Hemmi. Hér fyrir neðan má skoða myndir af þremur auglýsingaplakötum frá 1986 þar sem fólk er hvatt til að setja öryggið á oddinn því „smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál." Þar má sjá fjölda þekktra einstaklinga, svo sem Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra, Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu, Þorgrím Þráinsson rithöfund og Elínu Hirst fréttakonu. Hægt er að stækka myndir af plakötunum með því að smella á þær inni í myndasafninu.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira