Innlent

Gripu þjóf við að brjótast inn í bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð mann að því að brjótast inn í bíl í Fossvoginum í Reykjavík í nótt og vera að stela þar verðmætum, þegar að var komið.

Þjófnum gafst ekki ráðrúm til að forða sér og var handtekinn á staðnum.

Maðurinn, sem er þekktur afbrotamaður, er nú vistaður í fangageymslum og verður spurður út í fleiri misgjörðir, þegar hann vaknar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×