Innlent

Forsetinn óskaði íslenska U21 landsliðinu til hamingju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U21 árs landsliðsins.
Eyjólfur Sverrisson er þjálfari U21 árs landsliðsins.
Forseti Íslands sendi i kvöld U21 landsliði Íslands í knattspyrnu hamingjuóskir í tilefni af frækilegum sigri í leik gegn Skotum sem fram fór í kvöld.

Með sigrinum tryggði íslenska landsliðið sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti í knattspyrnu. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að þetta sé merkilegur áfangi; gleðileg stund fyrir íþróttahreyfinguna og þjóðina alla.

Íslendingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu. Það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði tvö glæsileg mörk Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×