Lífið

Bono óttaðist að enda í hjólastól

Söngvari U2 dró það mjög á langinn að leita sér læknishjálpar vegna bakverkjanna. nordicphotos/Getty
Söngvari U2 dró það mjög á langinn að leita sér læknishjálpar vegna bakverkjanna. nordicphotos/Getty

Hinn bakveiki Bono, söngvari U2, dró það mjög á langinn að fara til læknis áður en hann loksins lét verða af því. Þegar honum var sagt hversu alvarleg bakmeiðsli væru komst hann í mikið uppnám og óttaðist að enda í hjólastól.

Bono, sem er fimmtugur, var að undirbúa sig fyrir tónleikaferð U2 þegar hann meiddist í bakinu. Sveitin átti að spila á Glastonbury-hátíðinni á Englandi og í Bandaríkjunum en varð að aflýsa tónleikunum vegna veikinda söngvarans.

„Sem betur fer áttaði hann sig á því þegar hann gat ekki lengur gengið að hann yrði að fara til læknis. Hann hafði ekki gert neitt í málinu og þetta hefði getað orðið alvarlegt og jafnvel langvarandi," sagði The Edge, gítarleikari U2. „Hann þjösnaðist of mikið á þessu og meiddi sig. Hann var í miklu uppnámi vegna þess hve alvarleg meiðslin voru."

The Edge telur að hvíldin sé góð fyrir Bono og hann verði að passa sig í framhaldinu. „Þetta er líklega mesta hvíldin sem Bono hefur fengið í nokkra áratugi. Ég þekki hann og veit að hann vill stytta sér leið og hann gæti auðveldlega farið fram úr sjálfum sér."




Tengdar fréttir

Bono skorinn upp á mænunni

Söngvarinn Bono er nú staddur á einkasjúkrahúsi í München í Þýskalandi þar sem færustu taugaskurðlæknar sem í boði eru skáru upp bakið á honum.

Bono: Ég er í rusli

Bono skrifar að hann sé í rusli og að U2 hafi samið nýtt lag fyrir Glastonbury-tónleikana en auk þeirra hefur verið hætt við 16 tónleika í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.