Lífið

Bono skorinn upp á mænunni

Meiðsli Bono virðast vera alvarleg af tilkynningum að dæma.
Meiðsli Bono virðast vera alvarleg af tilkynningum að dæma.
Söngvarinn Bono er nú staddur á einkasjúkrahúsi í München í Þýskalandi þar sem færustu taugaskurðlæknar sem í boði eru, Dr. Jörg Tonn og Dr. Muller Wohlfahrt, skáru upp bakið á honum.

Bono slasaðist við undirbúning nýrrar tónleikaferðar hljómsveitar sinnar, U2, og var drifinn í snarhasti á sjúkrahúsið. Hann verður rúmfastur þarna í einhverja daga og snýr svo heim til sín til Írlands.

Næstu tónleikar U2 áttu að fara fram í Bandaríkjunum 3. júní en þeim hefur verið frestað. Á heimasíðu hljómsveitarinnar, U2.com, kemur fram að á næstu dögum verður tilkynnt hvort fleiri tónleikar falli niður. Á meðan bíða tugþúsundir aðdáenda og tónleikahópur U2, sem telur 400 manns, í óvissu en þeim er ráðlagt að fylgjast með fréttum á heimasíðunni.

U2 ætlaði að halda tónleika víða í Bandaríkjunum í sumar og koma til Evrópu í ágúst. Á þriðjudag áttu æfingar að hefjast en hljómsveitin er líka bókuð sem aðalnúmerið á Glastonbury-hátíðinni 25. júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.