Innlent

Forstöðumenn tveggja ríkisstofnanna áminntir

Landspítalinn er meðal þeirra tíu stofnanna sem mesta hafa farið fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum.
Landspítalinn er meðal þeirra tíu stofnanna sem mesta hafa farið fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum.
Alls hefur tveimur forstöðumönnum ríkisstofnana verið veitt áminning á síðustu tíu árum vegna eyðslu umfram fjárheimildir. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um eyðslu umfram fjárheimildir. Ekki kemur fram um forstöðumenn hvaða stofnanna sé um að ræða.

Þær tíu stofnanir sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum eru: Landspítali, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landhelgisgæsla Íslands, Póst- og fjarskiptastofnunin, Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Fjölbrautaskóli Vesturlands.

Þeir tveir forstöðumenn sem hafa fengið áminningu í starfi á síðustu tíu árum vegna eyðslu umfram fjárheimildir, hafa jafnframt veitt stofnunum forstöðu sem eru í hópi þeirra sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum á síðustu tíu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×