Innlent

Notuð frímerki til hjálparstarfs

Á árinu 2009 skilaði frímerkjasöfnun SÍK tæplega 2 milljónum króna.
Á árinu 2009 skilaði frímerkjasöfnun SÍK tæplega 2 milljónum króna.

Samband íslenskra kristniboðsfélaga, í samstarfi við Póstinn, hefur nú hafið söfnun á notuðum frímerkjum. Heiti verkefnisins er: Hendum ekki verðmætum! Söfnunin stendur til 31. janúar 2010 og er tekið við frímerkjum og umslögum á öllum póstafgreiðslum Póstsins um land allt.

Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Allur ágóði verður notaður í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu.

Frímerkjum er einnig veitt móttaka allan ársins hring á skrifstofu SÍK, Grensásvegi 7, 2. hæð og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×