Umfjöllun: Frjáls og flæðandi sóknarleikur Valsmanna Ari Erlingsson skrifar 12. september 2010 16:45 Valsmenn tóku á móti Stjörnumönnum í 19. umferð Pepsí deildar karla í kvöld. Lokatölur leiksins 5-1 sigur Valsmanna sem ef til vill kom mörgum í opna skjöldu. Stórsigur Valsmanna og líklegast besti leikur þeirra undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar. Leikurinn byrjaði rólega og lítið markvert gerðist fyrsta korterið. Eftir 19 mínútna leik náðu Valsmenn hinsvegar forystu. Hilmar Þór Hilmarsson átti þá glórulausa þversendingu í átt að sínu eigin marki sem Arnar Sveinn Geirsson komst inn í. Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Stjörnunnar gerði sitt besta til að verjast Arnari en það tókst ekki betur til en svo að hann braut á Arnari. Kristinn Jakobsson dæmdi því víti auk þess að spjalda Bjarna. Martin Pedersen steig á punktinn og skoraði örugglega. 1-0 fyrir Valsmenn. Þeir rauðu komust svo í 2-0 forystu er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði með skalla eftir hamagang í teignum og sendingu Rúnars Sigurjónssonar. Á 41 mínútu skoraði svo Arnar Sveinn Geirsson af mikilli yfirvegun. Arnar slapp einn gegn Bjarna Markverði eftir sendngu frá Jeffs, kláraði færið snyrtilega og Valsmenn fóru því með 3-0 forystu til búningsherbergja. Eitthvað hefur Bjarni Jóhannsson messað yfir sínum mönnum í hálfleik því þeir virtust skarpari á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Halldór Orri klúðraði til að mynda dauðafæri í upphafi hálfleiksins. Halldór bætti þó að einhverju leyti upp fyrir færaklúðrið með því að minnka muninn í 3-1 á 67 mínútu. Halldór skoraði úr vítaspyrnu og hefur líklega valdið aðdáendum sínum um allan heim miklum vonbrigðum með því að fagna á látlausan og venjubundin hátt. Skömmu eftir mark Halldórs fékk Jóhann Laxdal sitt annað gula spjald og þar með það rauða frá Kristni dómara. Við það sprungu Garðbæingar endanlega á limminu og svekkelsi þeirra var greinilegt. Valsmenn gengu á lagið og sóttu stíft það sem eftir lifði leiks. Sóknarþungi Valsmanna skilaði árangri á 81 mínútu er Jón Vilhelm Ákason skoraði glæsilegasta mark leiksins með langskoti efst í markhornið. Það var svo varamaðurinn Matthías Guðmundsson sem innsiglaði 5-1 stórsigur Valsmanna á 92 mínútu með auðveldu marki frá markteig eftir sendingu Þóris Guðjónssonar. Valsmenn geta vel við unað. Ekki nóg með það úrslitin hafi verið stórkostleg heldur var spilamennska liðsins afbragðsgóð. Fremstu fjórir menn í sóknarlínu Vals voru á stöðugri hreyfingu og má segja að þeir hafi ekki spilað með eiginlegan framherja. Jón Vilhelm sem byrjaði sem fremsti maður féll oft niður á miðju og skiptu þeir Ian Jeffs, Arnar Sveinn og Guðmundur ótt og títt um stöður í þeim tilgangi að fá betri flæði á sóknarleik Valsmanna auk þess það hefur væntanlega haft truflandi áhrif á varnarleik Stjörnunnar. Garðbæingar voru hinsvegar ekki svipur á sjón og eitthvað andleysi var ríkjandi hjá leikmönnum liðsins. Voru seinir í allar aðgerðir hvort sem það var sóknaruppbygging eða færsla á varnarlínu. Sanngjarn sigur Vals á slökum Stjörnumönnum. Valsmenn hífðu sig upp í fimmta sæti deildarinnar á meðan Stjarnan situr enn föst í því sjöunda. Valur - Stjarnan 5-11-0 Martin Pedersen víti (19. mín) 2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (35. mín) 3-0 Arnar Sveinn Geirsson (41. mín) 3-1 Halldór Orri Björnsson víti. (67. mín) 4-1 Jón Vilhelm Ákason (81. mín) 5-1 Matthías Guðmundsson 92. Mín) Áhorfendur: 784 Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 14-9 (7-6) Varin skot: Kjartan: 5 - Bjarni: 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-10 Rangstöður: 4-3Valur 4-5-1Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 8 Greg Ross 6 Martin Meldgaard Pedersen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (84., Þórir Guðjónsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Rúnar Már Sigurjónsson 6 (77., Diarmuid O´Carroll -) Ian Jeffs 7 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (89., Matthías Guðmundsson -) Jón Vilhelm Ákason 8 - maður leiksinsStjarnan 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 5 Jóhann Laxdal 4 Marel Baldvinsson 5 (64., Dennis Danry 4) Daníel Laxdal 4 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Arnar Már Björgvinsson 5 (73., Bjarki Páll Eysteinsson -) Björn Pálsson 4 Atli Jóhannsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 5 (84., Víðir Þorvarðarsson -) Ólafur Karl Finsen 3 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Valsmenn tóku á móti Stjörnumönnum í 19. umferð Pepsí deildar karla í kvöld. Lokatölur leiksins 5-1 sigur Valsmanna sem ef til vill kom mörgum í opna skjöldu. Stórsigur Valsmanna og líklegast besti leikur þeirra undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar. Leikurinn byrjaði rólega og lítið markvert gerðist fyrsta korterið. Eftir 19 mínútna leik náðu Valsmenn hinsvegar forystu. Hilmar Þór Hilmarsson átti þá glórulausa þversendingu í átt að sínu eigin marki sem Arnar Sveinn Geirsson komst inn í. Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Stjörnunnar gerði sitt besta til að verjast Arnari en það tókst ekki betur til en svo að hann braut á Arnari. Kristinn Jakobsson dæmdi því víti auk þess að spjalda Bjarna. Martin Pedersen steig á punktinn og skoraði örugglega. 1-0 fyrir Valsmenn. Þeir rauðu komust svo í 2-0 forystu er Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði með skalla eftir hamagang í teignum og sendingu Rúnars Sigurjónssonar. Á 41 mínútu skoraði svo Arnar Sveinn Geirsson af mikilli yfirvegun. Arnar slapp einn gegn Bjarna Markverði eftir sendngu frá Jeffs, kláraði færið snyrtilega og Valsmenn fóru því með 3-0 forystu til búningsherbergja. Eitthvað hefur Bjarni Jóhannsson messað yfir sínum mönnum í hálfleik því þeir virtust skarpari á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Halldór Orri klúðraði til að mynda dauðafæri í upphafi hálfleiksins. Halldór bætti þó að einhverju leyti upp fyrir færaklúðrið með því að minnka muninn í 3-1 á 67 mínútu. Halldór skoraði úr vítaspyrnu og hefur líklega valdið aðdáendum sínum um allan heim miklum vonbrigðum með því að fagna á látlausan og venjubundin hátt. Skömmu eftir mark Halldórs fékk Jóhann Laxdal sitt annað gula spjald og þar með það rauða frá Kristni dómara. Við það sprungu Garðbæingar endanlega á limminu og svekkelsi þeirra var greinilegt. Valsmenn gengu á lagið og sóttu stíft það sem eftir lifði leiks. Sóknarþungi Valsmanna skilaði árangri á 81 mínútu er Jón Vilhelm Ákason skoraði glæsilegasta mark leiksins með langskoti efst í markhornið. Það var svo varamaðurinn Matthías Guðmundsson sem innsiglaði 5-1 stórsigur Valsmanna á 92 mínútu með auðveldu marki frá markteig eftir sendingu Þóris Guðjónssonar. Valsmenn geta vel við unað. Ekki nóg með það úrslitin hafi verið stórkostleg heldur var spilamennska liðsins afbragðsgóð. Fremstu fjórir menn í sóknarlínu Vals voru á stöðugri hreyfingu og má segja að þeir hafi ekki spilað með eiginlegan framherja. Jón Vilhelm sem byrjaði sem fremsti maður féll oft niður á miðju og skiptu þeir Ian Jeffs, Arnar Sveinn og Guðmundur ótt og títt um stöður í þeim tilgangi að fá betri flæði á sóknarleik Valsmanna auk þess það hefur væntanlega haft truflandi áhrif á varnarleik Stjörnunnar. Garðbæingar voru hinsvegar ekki svipur á sjón og eitthvað andleysi var ríkjandi hjá leikmönnum liðsins. Voru seinir í allar aðgerðir hvort sem það var sóknaruppbygging eða færsla á varnarlínu. Sanngjarn sigur Vals á slökum Stjörnumönnum. Valsmenn hífðu sig upp í fimmta sæti deildarinnar á meðan Stjarnan situr enn föst í því sjöunda. Valur - Stjarnan 5-11-0 Martin Pedersen víti (19. mín) 2-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (35. mín) 3-0 Arnar Sveinn Geirsson (41. mín) 3-1 Halldór Orri Björnsson víti. (67. mín) 4-1 Jón Vilhelm Ákason (81. mín) 5-1 Matthías Guðmundsson 92. Mín) Áhorfendur: 784 Dómari: Kristinn Jakobsson 7 Skot (á mark): 14-9 (7-6) Varin skot: Kjartan: 5 - Bjarni: 3 Horn: 7-5 Aukaspyrnur fengnar: 9-10 Rangstöður: 4-3Valur 4-5-1Kjartan Sturluson 6 Stefán Jóhann Eggertsson 7 Atli Sveinn Þórarinsson 8 Greg Ross 6 Martin Meldgaard Pedersen 7 Arnar Sveinn Geirsson 6 (84., Þórir Guðjónsson -) Sigurbjörn Hreiðarsson 6 Rúnar Már Sigurjónsson 6 (77., Diarmuid O´Carroll -) Ian Jeffs 7 Guðmundur Steinn Hafsteinsson 7 (89., Matthías Guðmundsson -) Jón Vilhelm Ákason 8 - maður leiksinsStjarnan 4-5-1 Bjarni Þórður Halldórsson 5 Jóhann Laxdal 4 Marel Baldvinsson 5 (64., Dennis Danry 4) Daníel Laxdal 4 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Arnar Már Björgvinsson 5 (73., Bjarki Páll Eysteinsson -) Björn Pálsson 4 Atli Jóhannsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 5 (84., Víðir Þorvarðarsson -) Ólafur Karl Finsen 3
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira