Innlent

Vilja að heimspeki verði skyldufag í grunn- og framhaldsskólum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir er einn flutningsmanna tillögunnar. Mynd/ GVA.
Birgitta Jónsdóttir er einn flutningsmanna tillögunnar. Mynd/ GVA.
Heimspeki verður skyldufag í grunnskólum og framhaldsskólum, verði þingsályktunartillaga frá Þór Saari og Birgittu Jónsdóttur samþykkt á Alþingi. Í tillögunni, sem dreift var í gær, er gert ráð fyrir að kenndur verði að meðaltali einn áfangi annað hvert ár á grunnskólastigi og að meðaltali einn áfangi á hverju skólaári á framhaldsskólastigi.

Í greinagerð með þingsályktunartillögunni kemur fram að hún er lögð fram með vísan til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar komi fram að nauðsynlegt sé að efla siðfræðilega menntun allra fagstétta á Íslandi og umræðu um gildi siðareglna. Þau Birgitta og Þór, sem bæði eru þingmenn Hreyfingarinnar,  telja að heimspeki og siðfræði ættu að vera skyldufag á öllum skólastigum og að það þurfi að ýta undir þróun í kennslu og námsgagnagerð á því sviði.

Því vilja þau Þór og Birgitta að mennta- og menningarmálaráðherra breyti aðalnámskrám grunnskóla og framhaldsskóla þannig að heimspeki verði skyldufag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×