Innlent

Staðgengill borgarstjóra samþykktur

Borgarstjórnarfundur fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mynd/ Vilhelm.
Borgarstjórnarfundur fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Mynd/ Vilhelm.
Meirihluti borgarstjórnar samþykkti í dag að koma á fót nýrri stöðu staðgengils borgarstjóra.

Breytingin hefur það í för með sér að skrifstofustjóri borgarstjóra verður æðsti embættismaður borgarinnar að borgarstjóra undanskildum. Um tímabundna ráðstöfun til eins árs er að ræða.

Andstaða var við málið af hálfu Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að það sé gagnrýnivert að svo mikilvæg staða sé ekki auglýst. Meirihlutinn felldi í dag tillögu minnihlutans að auglýsa tillöguna.

Í tilkynningunni segir að víst megi telja um brot á samþykktum borgarinnar sé að ræða, auk þess sem um sé að ræða brot á því loforði sem umræddir flokkar gáfu borgarbúum í samstarfsyfirlýsingu sinni, þar sem sagt var að allar stöður yrðu auglýstar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×