Innlent

Piltur kærir kynferðisbrot

Héraðsdómur Maðurinn var úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald.fréttablaðið/valli
Héraðsdómur Maðurinn var úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald.fréttablaðið/valli
Tæplega tvítugur piltur hefur lagt fram kæru á hendur nær fimmtugum manni, sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna meintra kynferðisbrota gegn börnum, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Rannsókn lögreglu beinist að því hvort meintir brotaþolar séu fleiri en þessi eini piltur, en sterkur grunur leikur á að svo sé og að þeir séu af báðum kynjum.

Kynferðisbrotin eru sögð hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum og hafa staðið yfir um árabil. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×