Innlent

Sjónrænt eldgos

Eyjafjallajökull. Þessa mynd tók Stefán Karlsson. Hana má finna í myndasafninu.
Eyjafjallajökull. Þessa mynd tók Stefán Karlsson. Hana má finna í myndasafninu.

Þrátt fyrir að eldgosið hafi gert Evrópubúum lífið leitt þá hefur sjaldan verið jafn mikið fjör hjá ljósmyndurum hér á landi.

Hér fyrir neðan má finna myndasafn sem ljósmyndarar Vísis og Fréttablaðsins tóku. Höfundar myndanna eru Pjetur Sigurðsson, Gunnar V.Andrésson, Stefán Karlsson og Vilhelm Gunnarsson.

Fyrir verulega áhugasama má fylgjast með gosinu í beinni útsendingu í vefmyndavél á Valahnúk - sem nú beinist að gosstöðvum Eyjafjallajökuls. Hún er af gerðinni Mobotix en það var Securitas sem setti hana upp í samstarfi við Mílu á toppi Valahnúks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×