Óttast synjun nýrra samninga um Icesave 23. janúar 2010 06:00 Hollendingar og Bretar vilja tryggja að verði samningar um Icesave teknir upp að nýju verði niðurstaða þeirra endanleg, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir leggja áherslu á að stjórnmálaflokkar hérlendis verði samstiga um að virða niðurstöðu slíkra samninga, verði af þeim. Ekki komi til greina að ferlið endurtaki sig; undirrituðum samningum verði breytt eftir langar umræður á Alþingi. Erlend ríkisstjórn hefur tekið að sér, í umboði Íslendinga, að ræða við deiluaðila um mögulega nýja fleti á málinu. Þá hafa fjölmargir boðist til að verða sáttasemjarar, bæði fyrrum ráðherrar og forsetar ríkja. Ríkisstjórn Íslands hefur hins vegar ekki leitað til neins, hvorki formlega né óformlega. Synjun Ólafs Ragnar Grímssonar hefur vafist fyrir Hollendingum og Bretum og óttast þeir að verði opnað á samninga, án þjóðaratkvæðagreiðslu, gæti komið til þess að forsetinn synjaði þeim einnig. Þreifingar hafa haldið áfram á milli Íslendinga og viðsemjenda þeirra um Icesave, Hollendinga og Breta. Þær hafa verið á mismunandi stigum stjórnsýslunnar, allt frá ráðherrum niður í starfsfólk sendiráða. Jafnvel var búist við tíðindum af málinu í gær, en engin bárust. Vonast er eftir því að málið skýrist um helgina. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Bretar og Hollendingar vísi í fyrri samþykktir og samninga þegar rætt er um möguleikann á því að taka samninga upp að nýju. Þeir meti það svo að Íslendingar hafi skuldbundið sig fyrir löngu til að greiða lágmarkstryggingu innstæða, 20.887 krónur. Það sé því ekki til umræðu að falla frá þeirri kröfu. Slíkar skuldbindingar er að finna í fjölda skjala, allt frá yfirlýsingum og fréttatilkynningum til samþykkta á Alþingi. Til dæmis segir í samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum." Vonast er eftir því að það skýrist sem fyrst, helst nú um helgina, hvort flötur sé á nýjum samningum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skýrist það ekki á allra næstu dögum muni menn gefa þann kost upp á bátinn og einbeita sér þess í stað að þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara á fram um málið 6. mars.- kóp / Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Hollendingar og Bretar vilja tryggja að verði samningar um Icesave teknir upp að nýju verði niðurstaða þeirra endanleg, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir leggja áherslu á að stjórnmálaflokkar hérlendis verði samstiga um að virða niðurstöðu slíkra samninga, verði af þeim. Ekki komi til greina að ferlið endurtaki sig; undirrituðum samningum verði breytt eftir langar umræður á Alþingi. Erlend ríkisstjórn hefur tekið að sér, í umboði Íslendinga, að ræða við deiluaðila um mögulega nýja fleti á málinu. Þá hafa fjölmargir boðist til að verða sáttasemjarar, bæði fyrrum ráðherrar og forsetar ríkja. Ríkisstjórn Íslands hefur hins vegar ekki leitað til neins, hvorki formlega né óformlega. Synjun Ólafs Ragnar Grímssonar hefur vafist fyrir Hollendingum og Bretum og óttast þeir að verði opnað á samninga, án þjóðaratkvæðagreiðslu, gæti komið til þess að forsetinn synjaði þeim einnig. Þreifingar hafa haldið áfram á milli Íslendinga og viðsemjenda þeirra um Icesave, Hollendinga og Breta. Þær hafa verið á mismunandi stigum stjórnsýslunnar, allt frá ráðherrum niður í starfsfólk sendiráða. Jafnvel var búist við tíðindum af málinu í gær, en engin bárust. Vonast er eftir því að málið skýrist um helgina. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Bretar og Hollendingar vísi í fyrri samþykktir og samninga þegar rætt er um möguleikann á því að taka samninga upp að nýju. Þeir meti það svo að Íslendingar hafi skuldbundið sig fyrir löngu til að greiða lágmarkstryggingu innstæða, 20.887 krónur. Það sé því ekki til umræðu að falla frá þeirri kröfu. Slíkar skuldbindingar er að finna í fjölda skjala, allt frá yfirlýsingum og fréttatilkynningum til samþykkta á Alþingi. Til dæmis segir í samþykkt Alþingis frá 5. desember 2008: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum." Vonast er eftir því að það skýrist sem fyrst, helst nú um helgina, hvort flötur sé á nýjum samningum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að skýrist það ekki á allra næstu dögum muni menn gefa þann kost upp á bátinn og einbeita sér þess í stað að þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fara á fram um málið 6. mars.- kóp /
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira