Innlent

Bjarni ætlar ekki að víkja

Mynd/Anton Brink
„Ég tel að ekkert þeirra mála sem uppi hafa verið í umræðunni og mig snerta hafi ekki verið skýrð að fullu. Ég tel ekki að það sé ástæða fyrir mig að víkja til hliðar og ég mun ekki gera það," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, aðspurður hvort hann hafi að hætta sem formaður flokksins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tilkynnti á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag að hún hefði ákveðið að víkja sem varaformaður og tímabundið af þingi. Bjarni segir að Þorgerðar verði sárt saknað í flokksforystunni.

Spurður á hvaða hátt mál Þorgerðar sé frábrugðið málum sem tengjast bankahruninu og honum sjálfum segir Bjarni: „Ég tel að þau mál sem mig varðar hafi einfaldlega verið að fullu skýrð."

Flokksráðsfundurinn lýsti yfir eindregnum stuðningi við Bjarna . Hann hyggst á mánudag kalla saman miðstjórn flokksins og ræða hvenær og hvernig varaformaður flokksins verði kjörinn.




Tengdar fréttir

Þorgerður hættir sem varaformaður - víkur tímabundið af þingi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að hætta sem varaformaður flokksins og víkja tímabundið af þingi. Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar á flokksráðsfundi í Reykjanesbæ í í dag. Hún sagði að trúverðugleiki sinn hefði skaðast.

Flokksráð sjálfstæðismanna lýsir eindregnum stuðningi við Bjarna

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins lýsir eindregnum stuðningi við formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktsson. Fjölmenni sótti flokksráðsfundinn eða á þriðjahundrað manns af öllu landinu en sveitarstjórnarmál voru í brennidepli á fundinum, að fram kemur í tilkynningu frá flokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×