Innlent

Félag sauðfjárbænda mótmæla harðlega sameiningu ráðuneyta

Sauðfé. Mynd úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Sauðfé. Mynd úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Stjórn félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum mótmælir harðlega hugmyndum ríkisstjórnarinnar um sameiningu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og Iðnaðarráðuneytis. Ályktun þess eðlis var samþykkt á stjórnarfundi félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum í gær.

Þar segir ennfremur: Stjórnin treystir því jafnframt að þingmenn sýni á víðsjárverðum tímum, vit og kjark til að halda öflugu ráðuneyti undirstöðuatvinnugreina þjóðarinnar, ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×