Innlent

Jóhanna ræddi við Brown

Forsætisráðherra ræddi við Gordon Brown seinnipartinn í dag.
Forsætisráðherra ræddi við Gordon Brown seinnipartinn í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ræddi við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, seinnipartinn í dag. Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu, segir að þau hafi farið yfir stöðuna eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku.

„Ég hef í dag rætt við Gordon Brown, Balkenende og Jens Stoltenberg. Það er auðvitað mikilvægt að halda uppi góðu sambandi við þessar þjóðir. Málið fer ekki frá okkur jafnvel þó það verði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jóhanna í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×