Leikmynd Karls í The Hurt Locker meðal þeirra bestu 14. janúar 2010 06:00 Karl hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna sem verða afhent 13. febrúar. fréttablaðið/pjetur „Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmyndina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverðari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og listræna stjórnun bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Demons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leikmyndalegu tilliti miðað við myndir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip To Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvernig málin æxlast og hvaða verkefni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum akademíunnar. „Það eru períódumyndir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við myndir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki fengið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Þetta eru kannski þau verðlaun fyrir mig sem fagmann sem er hægt að taka mest mark á því þetta eru kollegar manns sem velja mann inn. Þetta eru svo hreinræktuð fagverðlaun,“ segir leikmyndahönnuðurinn Karl Júlíusson. Hann hefur verið tilnefndur til hinna virtu Art Directors Guild-verðlauna fyrir kvikmyndina The Hurt Locker sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak. Karl segir þetta eftirsóknarverðari verðlaun en sjálfan Óskarinn. „Engin spurning, því þetta eru marktækir menn sem hafa tekið þessa ákvörðun hvað varðar mitt fag.“ Art Directors Guild-verðlaunin eru veitt í Bandaríkjunum á hverju ári fyrir leikmyndahönnun og listræna stjórnun bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Auk The Hurt Locker eru tilnefndar í sama flokki, eða myndum sem gerast í nútímanum, þær Angels & Demons, The Hangover, The Lovely Bones og Up in the Air. Karl segir að tilnefningin hafi komið sér í opna skjöldu. „Já, það gerði það því þetta er mynd sem er ekkert rosalega stór í leikmyndalegu tilliti miðað við myndir almennt. Sem dæmi má nefna að það er ekki óalgengt að meðalstór kvikmynd hafi milli 100 og 150 leikmyndir á meðan þessi hafði á milli 35 og 40,“ segir Karl, sem hefur einnig unnið við myndir á borð við Antichrist, A Little Trip To Heaven, K-19, The Widowmaker og Dancer in the Dark. Karl segir óvíst hvort hann verði viðstaddur verðlaunaathöfnina í Beverly Hills 13. febrúar. „Ég verð að sjá til. Það fer eftir því hvernig málin æxlast og hvaða verkefni ég tek fyrir næst. Það sem ég hefði mestan áhuga á að gera, vegna þess að ég er kominn svo vel af stað með það, er víkingamynd Baltasars. Ég veit ekki hvort hún verður á næstunni eða hvort það verður bið á henni. En hún verður örugglega gerð. Síðan er ýmislegt annað eins og amerísk mynd sem á að skjóta í Mexíkó sem fjallar um mexíkósku eiturlyfjamafíuna,“ segir hann. Óskarsverðlaunin verða afhent 7. mars en Karl hefur litla trú á að hann hljóti náð fyrir augum akademíunnar. „Það eru períódumyndir sem eru hvað oftast tilnefndar þar,“ segir hann og á þar við myndir sem gerast ekki í nútímanum. „Þetta er lítil mynd í amerískum skilningi. Hún er gerð fyrir litla peninga og hún hefur ekki fengið allan þennan blástur sem hinar myndirnar hafa fengið, en maður tekur því bara eins og hverju öðru hundsbiti ef það kemur.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein