Innlent

Ráðherra vill að lögreglan rannsaki veðmálaauglýsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson vill að lögreglan rannsaki auglýsingar Betsson.
Ögmundur Jónasson vill að lögreglan rannsaki auglýsingar Betsson.
Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, vill að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kanni lögmæti auglýsinga frá veðmálafyrirtækinu Betsson sem birtar eru á strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherrann hefur beint erindi þessa efnis til lögreglunnar.

Samkvæmt lögum um happdrætti er bannað að auglýsa, kynna eða miðla upplýsingum um happdrætti sem ekki hefur verið veitt leyfi fyrir hér á landi, hvort sem sú starsfemi er rekin hérlendis eða erlendis. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið segir að leiki grunur á að brotið sé gegn þessu ákvæði happdrættislaga verði að bregðast við slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×