Íslenski boltinn

Sjáðu öll mörk kvöldsins í Pepsi-deildinni á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blikar fagna einu marka sinna í kvöld.
Blikar fagna einu marka sinna í kvöld. Mynd/Valli

Nú má sjá hér á íþróttavef Vísis samantektir úr öllum leikjum 20. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram í kvöld.

Þetta má sjá undir liðnum Brot af því besta sem má ávallt finna hægra megin á íþróttavef Vísis.

Breiðablik vann KR í toppslag kvöldsins en ÍBV og FH fylgja Blikum eftir á topppi deildarinnar með sigrum í sínum leikjum í kvöld.

Það er enn spenna í botnbaráttunni eftir sigur Hauka á Fram í kvöld. Þeir eru nú fjórum stigum á eftir Fylki en þremur á eftir Grindavík þegar tvær umferðir eru eftir. Haukar mæta einmitt Fylki á sunnudagskvöldið.

Selfyssingar eru hins vegar nánast fallnir eftir tap fyrir ÍBV í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×