Segir ákæruvaldið brjóta lög um meðferð sakamála 3. febrúar 2010 13:01 Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson. Lögmaður Ólafs Gottskálkssonar, sem ákærður hefur verið fyrir rán í Reykjanesbæ, reiknar með því að farið verði fram á opinbera rannsókn til þess að komast að því hvernig Fréttablaðið gat birt frétt um ákæruna gegn Ólafi fimm dögum áður en hún var birt honum formlega. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Ólafs segir um klárt brot á lögum um meðferð sakamála að ræða. Þann 16. október síðastliðinn birti Fréttablaðið frétt um málið og segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ólafs, að miðað við nákvæmni fréttarinnar sé ómögulegt annað en að blaðið hafi haft ákæruna undir höndum eða að efni hennar hafi verið lesið fyrir blaðamann. Að sögn Vilhjálms var Ólafur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, staddur í Noregi á þessum tíma og frétti hann af ákærunni í gegnum ættingja sína sem hringdu í hann og létu hann vita. Ákæran var hinsvegar ekki birt Ólafi fyrr en 21. október og er það staðfest af birtingarmönnum þar ytra. Ákæran er gefin út af Ríkissaksóknara og undirrituð af Kolbrúnu Sævarsdóttur saksóknara. Um klárt brot að ræða Vilhjálmur segir að út frá 5. málsgrein í 156. grein laga um meðferð sakamála, sem tóku gildi 1. janúar í fyrra, megi gagnálykta að óheimilt sé að afhenda eintak af ákæru til óviðkomandi fyrr en þremur dögum eftir að ákæran hefur verið birt ákærða. Vilhjálmur segir að í greinargerð með lögunum séu færð rök fyrir þessu og því um klárt brot á lögunum að ræða að hans mati. Vilhjálmur bendir á að einu aðilarnir sem voru með ákæruna á þeim tímapunkti sem fréttin var skrifuð hafi verið ákæruvaldið og Héraðsdómur Reykjaness og segist hann tilbúinn til að fullyrða að lekinn komi ekki frá héraðsdómi. „Ég reikna því með því að við förum fram á opinbera rannsókn á málinu hjá Ríkissaksóknara," segir Vilhjálmur. Hann segir það síðan verða að koma ljós hvernig Ríkissaksóknari taki á málinu og bætir við að eftir atvikum verði mögulega höfðað skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Kolbrún krefst þess að Stöð 2 verði sektuð á grundvelli sömu laga Úrræðin sem tæk eru í málum sem þessum eru réttarfarssekt, opinber sannsókn vegna brots aðila í opinberu starfi eða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Þess ber að geta að Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hefur farið fram á héraðsdómur leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi á dögunum. Mál sitt byggir Kolbrún á 11. grein sömu laga. Tengdar fréttir Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00 Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. 2. febrúar 2010 06:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Lögmaður Ólafs Gottskálkssonar, sem ákærður hefur verið fyrir rán í Reykjanesbæ, reiknar með því að farið verði fram á opinbera rannsókn til þess að komast að því hvernig Fréttablaðið gat birt frétt um ákæruna gegn Ólafi fimm dögum áður en hún var birt honum formlega. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Ólafs segir um klárt brot á lögum um meðferð sakamála að ræða. Þann 16. október síðastliðinn birti Fréttablaðið frétt um málið og segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ólafs, að miðað við nákvæmni fréttarinnar sé ómögulegt annað en að blaðið hafi haft ákæruna undir höndum eða að efni hennar hafi verið lesið fyrir blaðamann. Að sögn Vilhjálms var Ólafur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, staddur í Noregi á þessum tíma og frétti hann af ákærunni í gegnum ættingja sína sem hringdu í hann og létu hann vita. Ákæran var hinsvegar ekki birt Ólafi fyrr en 21. október og er það staðfest af birtingarmönnum þar ytra. Ákæran er gefin út af Ríkissaksóknara og undirrituð af Kolbrúnu Sævarsdóttur saksóknara. Um klárt brot að ræða Vilhjálmur segir að út frá 5. málsgrein í 156. grein laga um meðferð sakamála, sem tóku gildi 1. janúar í fyrra, megi gagnálykta að óheimilt sé að afhenda eintak af ákæru til óviðkomandi fyrr en þremur dögum eftir að ákæran hefur verið birt ákærða. Vilhjálmur segir að í greinargerð með lögunum séu færð rök fyrir þessu og því um klárt brot á lögunum að ræða að hans mati. Vilhjálmur bendir á að einu aðilarnir sem voru með ákæruna á þeim tímapunkti sem fréttin var skrifuð hafi verið ákæruvaldið og Héraðsdómur Reykjaness og segist hann tilbúinn til að fullyrða að lekinn komi ekki frá héraðsdómi. „Ég reikna því með því að við förum fram á opinbera rannsókn á málinu hjá Ríkissaksóknara," segir Vilhjálmur. Hann segir það síðan verða að koma ljós hvernig Ríkissaksóknari taki á málinu og bætir við að eftir atvikum verði mögulega höfðað skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Kolbrún krefst þess að Stöð 2 verði sektuð á grundvelli sömu laga Úrræðin sem tæk eru í málum sem þessum eru réttarfarssekt, opinber sannsókn vegna brots aðila í opinberu starfi eða skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Þess ber að geta að Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari hefur farið fram á héraðsdómur leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi á dögunum. Mál sitt byggir Kolbrún á 11. grein sömu laga.
Tengdar fréttir Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00 Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. 2. febrúar 2010 06:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Markvörður ákærður fyrir rán Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Ólafi Gottskálkssyni, fyrrverandi landsliðsmarkverði í knattspyrnu. Ólafur er ákærður fyrir húsbrot og rán í félagi við annan yngri mann. 16. október 2009 07:00
Vildi heimildarmann gegn kröfu um fésekt Ríkissaksóknari vill að Héraðsdómur Reykjaness leggi réttarfarssekt á tvo fréttamenn Stöðvar 2 vegna upplýsinga sem birtar voru úr lokuðu þinghaldi um meint mansal á litháískri stúlku til Íslands. 2. febrúar 2010 06:15