Innlent

Talsmaður saksóknara: Óskammfeilni varð parinu að falli

Talsmaður saksóknaraembættisins, sem sem fer með fjársvikamál Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar í bandaríkjunum, segir að ósvífni þeirra hafi orðið þeim að falli. Þeirra bíður allt að 25 ára fangelsisvist verði þau fundin sek.

Helga og kærasti hennar eru eins og fram hefur komið sökuð um að hafa spunnið flókin og fjarstæðukenndan lygavef til þess að hræða hinn sérvitra olíuerfingja Roger Davidsson til að borgar sér stórfé fyrir öryggisgæslu.

Saksóknarembættið rannsakaði parið í þrjá mánuði og fékk til að mynda húsleitarheimild til að fara inn á heimili þeirra í New York ríki sem parið á skuldlaust.

Á meðal þess sem lögreglan haldlagði var mikið magn af reiðufé, tölvur og ýmis önnur gögn og skjöl.

Það var á grundvelli þessara gagna sem Helga og kærasti hennar voru handtekinn og ákærð fyrir stórþjófnað. Þau hafa bæði lýst yfir sakleysi en ekki er útlikokað að fleiri ákærur bíði þeirra.

Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er 25 ára fangelsi. En saksóknaraembættið heldur því fram að Helga og kærasti hennar eigi jafnan hlut að máli.

„Hún og kærastinn sviku á löngum tíma, á nokkrum árum, fé út úr fórnarlambinu. Við höldum því fram að þau hafi átt jafnan hlut í glæpnum," segir talsmaðurinn um alvarleika málsins.

Talsmaðurinn segir að gögn sýni að þau hafi haft um 600 milljónir af Davidsson en jafnframt að leikur grunur á að upphæðin gæti verið mun hærri.

„Þetta er óheppilegt ástand en þetta fólk var mjög óskammfeilið í gerðum sínum og það varð til þess að upp um þau komst," segir hann að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×