Innlent

Rúmir þrír milljarðar settir í viðhaldsverkefni

Um er að ræða framkvæmdir á til dæmis skólum, söfnum og sjúkrahúsum og meðal annars verður gerður skurkur í bættu aðgengi fatlaðra.
Um er að ræða framkvæmdir á til dæmis skólum, söfnum og sjúkrahúsum og meðal annars verður gerður skurkur í bættu aðgengi fatlaðra.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja 3,2 milljarða í viðhaldsverkefni á opinberum byggingum. Því hefur 500 milljónum verið bætt til viðbótar við það sem áður hafði verið samþykkt.

Um er að ræða framkvæmdir á til dæmis skólum, söfnum og sjúkrahúsum og meðal annars verður gerður skurkur í bættu aðgengi fatlaðra.

Talið er að viðhaldsverkefnin muni skapa um 200 ný ársverk og hefjast framkvæmdir í sumar. Til stendur að leggja svipaða fjármuni í sambærileg verkefni á næsta og þarnæsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×