Fjölbreytt popp á boðstólum 16. janúar 2010 08:00 Hvanndalsbræður, Haraldur Vignir úr Mönnum ársins, Jógvan, Edgar Smári og Sigrún Vala. Í kvöld er annar skammtur af þremur í undankeppni Söngvakeppninnar. Síðast komust ballaðan sem Íris Hólm söng og kántrírokklagið sem Matti Matt flutti áfram. Tvö af lögunum fimm í kvöld munu elta þessi lög í aðalkeppnina 6. febrúar eftir símakosninguna. Tvö lög eru flutt á íslensku af hljómsveitum, þrjú á ensku af söngvurum. Hljómsveitin Menn ársins flytur „Gefst ekki upp“, sem er stílað inn á að efla baráttuþrek landans í kreppunni. Þetta er kraftballaða eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson og textann gerði Sváfnir Sigurðarson. Hvanndalsbræður frá Norðurlandi koma með fyrsta „flipplag“ keppninnar í ár, „Gleði og glens“. Stofnandi sveitarinnar, Rögnvaldur „gáfaði“ Rögnvaldsson, samdi lag og texta. Hann hætti í sveitinni í fyrra en hefur ekki getað slitið sig frá stuðinu síðan. Selur stundum miða á böllum og ætlar að syngja bakraddir í kvöld ásamt spurningaljóninu Guðmundi Svafarssyni úr Ljótu hálfvitunum. Lagið er hresst popp sem sveiflast frá því að minna á Green Day og Papana. Þá er það enskan. Samstarf Bubba Morthens og Óskars Páls hefur vakið athygli, enda hefur Bubbi ekki verið ýkja hrifinn af Eurovision fyrr en nú. Það er Færeyingurinn Jógvan Hanson sem flytur lag þeirra og texta, „One More Day“. Lagið ber keim af músík Bubba í gegnum árin, sérstaklega viðlagið, en erindið ber nett áhrif frá R.E.M. Melódían er sterk, en lagið er þó ekki sérlega „Eurovision“-legt og því getur brugðið til beggja vona með afdrif þess í keppninni. Lagið „Now and Forever“ er eftir Albert Guðmann Jónsson, sem áður hefur tekið þátt í Eurovision, síðast í fyrra með lagi sem eiginkona hans, Kaja, söng. Albert var í hljómsveitinni Kung fú í fimm ár en er nú í hljómsveitinni Íslenska sveitin. Lagið er kraftballaða með nokkuð óvæntum hljómgangi og Edgar Smári Atlason syngur það af festu. Hann hefur sem kunnugt er sungið víða síðustu árin og var í úrslitum í síðustu Söngvakeppni með lagið „The Kiss We never Kissed“. Eina konan í kvöld er Sigrún Vala Baldursdóttir, sem syngur lag Halldórs Guðjónssonar, „I Believe in Angels“. Sigrún Vala er ung söngkona af Suðurlandi og stundar nám við Tónlistarskóla FÍH. Halldór er mikill keppnismaður í tónlistinni og átta lög eftir hann hafa komist í úrslit Ljósalagskeppni Reykjanesbæjar. Hann vann þá keppni í fyrra og árið 2005. Halldór átti lag í Söngvakeppninni í fyrra sem komst ekki í úrslit. Á síðasta undankvöldinu eftir viku reyna svo með sér söngvararnir Arnar Jónsson, Sigurjón Brink, Steinarr Logi Nesheim, Anna Hlín og Hera Björk. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Í kvöld er annar skammtur af þremur í undankeppni Söngvakeppninnar. Síðast komust ballaðan sem Íris Hólm söng og kántrírokklagið sem Matti Matt flutti áfram. Tvö af lögunum fimm í kvöld munu elta þessi lög í aðalkeppnina 6. febrúar eftir símakosninguna. Tvö lög eru flutt á íslensku af hljómsveitum, þrjú á ensku af söngvurum. Hljómsveitin Menn ársins flytur „Gefst ekki upp“, sem er stílað inn á að efla baráttuþrek landans í kreppunni. Þetta er kraftballaða eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson og textann gerði Sváfnir Sigurðarson. Hvanndalsbræður frá Norðurlandi koma með fyrsta „flipplag“ keppninnar í ár, „Gleði og glens“. Stofnandi sveitarinnar, Rögnvaldur „gáfaði“ Rögnvaldsson, samdi lag og texta. Hann hætti í sveitinni í fyrra en hefur ekki getað slitið sig frá stuðinu síðan. Selur stundum miða á böllum og ætlar að syngja bakraddir í kvöld ásamt spurningaljóninu Guðmundi Svafarssyni úr Ljótu hálfvitunum. Lagið er hresst popp sem sveiflast frá því að minna á Green Day og Papana. Þá er það enskan. Samstarf Bubba Morthens og Óskars Páls hefur vakið athygli, enda hefur Bubbi ekki verið ýkja hrifinn af Eurovision fyrr en nú. Það er Færeyingurinn Jógvan Hanson sem flytur lag þeirra og texta, „One More Day“. Lagið ber keim af músík Bubba í gegnum árin, sérstaklega viðlagið, en erindið ber nett áhrif frá R.E.M. Melódían er sterk, en lagið er þó ekki sérlega „Eurovision“-legt og því getur brugðið til beggja vona með afdrif þess í keppninni. Lagið „Now and Forever“ er eftir Albert Guðmann Jónsson, sem áður hefur tekið þátt í Eurovision, síðast í fyrra með lagi sem eiginkona hans, Kaja, söng. Albert var í hljómsveitinni Kung fú í fimm ár en er nú í hljómsveitinni Íslenska sveitin. Lagið er kraftballaða með nokkuð óvæntum hljómgangi og Edgar Smári Atlason syngur það af festu. Hann hefur sem kunnugt er sungið víða síðustu árin og var í úrslitum í síðustu Söngvakeppni með lagið „The Kiss We never Kissed“. Eina konan í kvöld er Sigrún Vala Baldursdóttir, sem syngur lag Halldórs Guðjónssonar, „I Believe in Angels“. Sigrún Vala er ung söngkona af Suðurlandi og stundar nám við Tónlistarskóla FÍH. Halldór er mikill keppnismaður í tónlistinni og átta lög eftir hann hafa komist í úrslit Ljósalagskeppni Reykjanesbæjar. Hann vann þá keppni í fyrra og árið 2005. Halldór átti lag í Söngvakeppninni í fyrra sem komst ekki í úrslit. Á síðasta undankvöldinu eftir viku reyna svo með sér söngvararnir Arnar Jónsson, Sigurjón Brink, Steinarr Logi Nesheim, Anna Hlín og Hera Björk. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira