Innlent

Furðuljós á himni

Gissur Sigurðsson skrifar
Himininn. Þessi mynd eftir Valgarð Gíslason, ljósmyndara Fréttablaðsins, var tekin í fyrrahaust.
Himininn. Þessi mynd eftir Valgarð Gíslason, ljósmyndara Fréttablaðsins, var tekin í fyrrahaust.
Fjöldi manns hefur séð torkennileg ljós á lofti á vesturhimninum í morgun og hringt í lögreglu, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga til að tilkynna um hugsanleg neyðarblys á lofti.

Tilkynningum fór að rigna inn á tíunda tímanum og í fyrstu var farið að undribúa aðgerðir til að kanna hvort einhver væri í neyð, en brátt kom í ljós að þetta stafaði af loftsteinadrífu, sem sjónarvottar sáu í ýmsum myndum allt frá Grindavík og vestur á Snæfellsnes. Sumir sáu þetta eins og mörg stjörnuhröp í senn, og sem hvítt eða bláhvítt ljós, en í augum annarra var ljósið rauðgult og líktist neyðarblysi, eða blysum. Brátt kom í ljós að þetta var loftsteinadrífa úr stærri drífu, sem nefnist Geminítar, kennda vð tvíburamerkið, enda kemur hún hingað í stefnu þaðan. Búist var við henni á tímabilinu frá sjöunda til 17. desember, en í dag er 16.

Óvenju gott skyggni var í morgun og því sást ljósagangurinn svo vel, sem raun bar vitni. Þetta eru örlitlar agnir sem berast inn í lofthjúp jarðar í miklum mæli, og gefa frá sér ljós þegar þær brenna upp. Engir loftsteinar ná til jarðar úr svona drífum.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×