Innlent

Fóru í sjúkraflug til Grænlands

Sjúkraflugvél á vegum Slökkviliðs Akureyrar flaug í gær eftir tveimur sjúklingnum í bænum Aasiat á vesturströnd Grænlands, en bærinn er yfir 500 kílómetra norður af höfuðstaðnun Nuuk.

Þaðan var flogið með sjúklingana til Reykjavíkur í nótt, og svo flaug vélin aftur til Akureyrar. Leiðangurinn tók um tólf klukkustundir og þar af fóru um sjö klukkustundir í flugið sjálft. Þetta er ein lengsta ferð sem sjúkraflugvél frá Akureyri heufr farið í til þessa.

Þá sótti þyrla Landhelgisgæslunnar veika konu til Stykkihólms í gærkvöldi og flutti hana á Landspítalann í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×