Erlent

Hákarl drap þýskan ferðmann

Rauðahafið. Frá egypska ferðamannabæinn Sharm el-Sheikh. Mynd/AP
Rauðahafið. Frá egypska ferðamannabæinn Sharm el-Sheikh. Mynd/AP
Sjötug þýska kona lét lífið þegar hákarl réðst á hana þegar hún var að kafa í sjónum fyrir utan egypska ferðamannabæinn Sharm el-Sheikh í dag. Þetta er fimmta hákarlaárásin undan ströndum Egyptalands á rúmri viku en þá missti karlmaður handlegg og annar fótlegg.

„Konan var að synda sér til heilsubótar. Allt í einu heyrði ég skaðræðis hróp," hefur Sky-fréttstofan eftir vitni. Konan var illa særð þegar strandvörðum tókst að koma henni í land. Hún lést skömmu síðar af sárum sínum.

Ferðamálaráðherra Egyptalands hefur ákveðið ströndinni við Sharm el-Sheikh verði lokað í ótilgreindan tíma. Aflífa þurfi hákarlinn eða hákarlana sem réðust á konuna og aðra ferðamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×