Fótbolti

Ferguson hrifinn af bandaríska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Mynd/AP

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir bandaríska landsliðið líta vel út og það geti náð langt á HM í Suður-Afríku sem hefst í næsta mánuði.

Bandaríkin er í C-riðli en fyrsti leikur liðsins verður gegn Englandi í Rustenburg þann 12. júní. Liðið mætir svo Slóveníu og Alsír.

„Liðið á möguleika á því að komast áfram. Englendingar verða á tánum undir stjórn Capello enda er hann virkilega góður þjálfari," sagði Ferguson sem er nú staddur er í Bandaríkjunum vegna æfingaferðar United þangað síðar í sumar.

„Það verður mjög erfitt að vinna Englendinga á þessu móti. Ef Bandaríkjunum tekst að standast þá raun þokkalega af sér á liðið afar góðan möguleika á að komast áfram. Ég reyndar tel að liðið muni komast áfram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×