Íslenski boltinn

Blikar ætla að mæta í fjólubláum V-hálsmálspeysum í Garðabæinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Kristjánsson í peysunni góðu.
Ólafur Kristjánsson í peysunni góðu.

Einhverjir stuðningsmenn Blika ætla að klæðast fjólubláum V-hálsmálspeysum á leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla á morgun.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur klæðst slíkri peysu á mörgum leikjum Breiðabliks í sumar og ætla stuðningsmennirnir nú að heiðra hann með því að gera slíkt hið sama nú.

Áskoranir þess efnis hafa gengið manna á milli á Facebook undanfarna daga.

Vísir hafði samband við fataverslunina Dressmann þar sem nóg er til af slíkum peysum og fást þær á 4.990 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×