Sakaður um barnaníð: „Þær eru á höttunum eftir peningum" 8. nóvember 2010 10:43 Ægir Geirdal sést hér við listaverk sem hann hefur skapað. Býður sig fram til stjórnlagaþings. Ægir Geirdal, frambjóðandi til stjórnlagaþings, segir ekkert hæft í ásökunum tveggja kvenna um að hann hafi misnotað þær þegar stúlkurnar voru á unglingsaldri. Hann segir málið snúast um peninga og ætlar í mál við netmiðil sem birti fyrstu fréttir af málinu. „Þær eru að reyna að hafa af mér pening," segir Ægir sem telur málið allt á misskilningi byggt. „Það komu fréttir að við sem bjóðum okkur fram á stjórnlagaþingið mættum eyða 2 milljónum í auglýsingakostnað. Önnur systirin hélt að við frambjóðendur myndum fá 2 milljónir frá ríkinu og þess vegna dúkkar þessi gamla lygasaga upp." Erfið reynsla Pressan birti fyrstu fréttir af málinu um helgina. Þar var rætt við systurnar Ingibjörgu Þ Ólafsdóttur og Sigurlínu Ólafsdóttur. Þær sögðust báðar hafa orðið fyrir barðinu á Ægi og sú reynsla hafi fylgt þeim fram á unglingsár. Systurnar hafa opnað bloggsíðu á netinu þar sem þær greina í smáatriðum frá samskiptum sínum við Ægi. Ægir segir það undarlegt að þessar ásakanir komi fram núna og bendir á að greinin hafi birst á sama tíma og frambjóðendur hafi mátt byrja eyða pening í fjölmiðlum. Jafnframt sé skrýtið að fram af því hafi hann margoft hitt aðra systurina, Ingibjörgu í tengslum við atvinnuleit í miðstöð Símenntunar í Krossmóum í Reykjanesbæ þar sem Ingibjörg vinnur. „Þetta er bara vitleysa. Skoðaðu bara myndirnar af þessum konum sem hafa birst með fréttunum. Þær eru ekki niðurbrotin fórnarlömb heldur skælbrosandi, geislandi af kátínu og elsku. Ef þær líta svona vel út í dag hafa samskipti þeirra við mig í gamla daga ekki haft mikil áhrif á þær." En hver voru þín samskipti við stúlkurnar? „Ég þekkti þessar stelpur bara. Þær voru í einhverju rugli og vildu að ég myndi þegja yfir því," segir Ægir. Stendur við sitt Vísir hafði samband við aðra systurina, Ingibjörgu, sem segir þær standa við sína frásögn. Hún staðfesti að hafa hitt Ægi á göngunum hjá miðstöð Símenntunar í Reykjanesbæ og sú reynsla hafi verið erfið. „Við opnuðum þetta mál fyrst árið 1991 en höfum ekki fengið neinn með okkur í lið, ekki lögin, ekki embættismennina en nú virðist vera andrúmsloft í samfélaginu til að opna fyrir umræðu um þessi mál." Ægir Geirdal hefur áður komist í fréttirnar. Árið 2002 birtust fréttir af Ægi þar sem honum var vikið úr starfi vaktmanns í Búnaðarbanka Íslands eftir að til hans sást á öryggismyndbandi að eiga við gögn á skrifborði bankastjóra. Ægir hélt því fram að hann hafi sett á svið leikþátt til að vekja athygli á öryggismálum innan bankans. Árið 2008 var Ægir svo aftur í fréttum þegar hann fann tvo trékrossa við Vogavík undir Stapa. Ægir er í fréttum titlaður listamaður og öryggisvörður og sagðist halda því fram að þarna væri um gamlan grafreit að ræða. Frá hruni hefur svo mikið borið á Ægi í mótmælunum tengdum hruninu þar sem Ægir hefur talað máli þeirra sem misst hafa atvinnu sína. „Ég held mínu striki varðandi framboðið til stjórnlagaþings. Þetta mál sýnir að aðrir frambjóðendur geta átt von á ýmsu. Það er eins og ég hef alltaf sagt: Lífið kemur manni sífellt á óvart." Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ægir Geirdal, frambjóðandi til stjórnlagaþings, segir ekkert hæft í ásökunum tveggja kvenna um að hann hafi misnotað þær þegar stúlkurnar voru á unglingsaldri. Hann segir málið snúast um peninga og ætlar í mál við netmiðil sem birti fyrstu fréttir af málinu. „Þær eru að reyna að hafa af mér pening," segir Ægir sem telur málið allt á misskilningi byggt. „Það komu fréttir að við sem bjóðum okkur fram á stjórnlagaþingið mættum eyða 2 milljónum í auglýsingakostnað. Önnur systirin hélt að við frambjóðendur myndum fá 2 milljónir frá ríkinu og þess vegna dúkkar þessi gamla lygasaga upp." Erfið reynsla Pressan birti fyrstu fréttir af málinu um helgina. Þar var rætt við systurnar Ingibjörgu Þ Ólafsdóttur og Sigurlínu Ólafsdóttur. Þær sögðust báðar hafa orðið fyrir barðinu á Ægi og sú reynsla hafi fylgt þeim fram á unglingsár. Systurnar hafa opnað bloggsíðu á netinu þar sem þær greina í smáatriðum frá samskiptum sínum við Ægi. Ægir segir það undarlegt að þessar ásakanir komi fram núna og bendir á að greinin hafi birst á sama tíma og frambjóðendur hafi mátt byrja eyða pening í fjölmiðlum. Jafnframt sé skrýtið að fram af því hafi hann margoft hitt aðra systurina, Ingibjörgu í tengslum við atvinnuleit í miðstöð Símenntunar í Krossmóum í Reykjanesbæ þar sem Ingibjörg vinnur. „Þetta er bara vitleysa. Skoðaðu bara myndirnar af þessum konum sem hafa birst með fréttunum. Þær eru ekki niðurbrotin fórnarlömb heldur skælbrosandi, geislandi af kátínu og elsku. Ef þær líta svona vel út í dag hafa samskipti þeirra við mig í gamla daga ekki haft mikil áhrif á þær." En hver voru þín samskipti við stúlkurnar? „Ég þekkti þessar stelpur bara. Þær voru í einhverju rugli og vildu að ég myndi þegja yfir því," segir Ægir. Stendur við sitt Vísir hafði samband við aðra systurina, Ingibjörgu, sem segir þær standa við sína frásögn. Hún staðfesti að hafa hitt Ægi á göngunum hjá miðstöð Símenntunar í Reykjanesbæ og sú reynsla hafi verið erfið. „Við opnuðum þetta mál fyrst árið 1991 en höfum ekki fengið neinn með okkur í lið, ekki lögin, ekki embættismennina en nú virðist vera andrúmsloft í samfélaginu til að opna fyrir umræðu um þessi mál." Ægir Geirdal hefur áður komist í fréttirnar. Árið 2002 birtust fréttir af Ægi þar sem honum var vikið úr starfi vaktmanns í Búnaðarbanka Íslands eftir að til hans sást á öryggismyndbandi að eiga við gögn á skrifborði bankastjóra. Ægir hélt því fram að hann hafi sett á svið leikþátt til að vekja athygli á öryggismálum innan bankans. Árið 2008 var Ægir svo aftur í fréttum þegar hann fann tvo trékrossa við Vogavík undir Stapa. Ægir er í fréttum titlaður listamaður og öryggisvörður og sagðist halda því fram að þarna væri um gamlan grafreit að ræða. Frá hruni hefur svo mikið borið á Ægi í mótmælunum tengdum hruninu þar sem Ægir hefur talað máli þeirra sem misst hafa atvinnu sína. „Ég held mínu striki varðandi framboðið til stjórnlagaþings. Þetta mál sýnir að aðrir frambjóðendur geta átt von á ýmsu. Það er eins og ég hef alltaf sagt: Lífið kemur manni sífellt á óvart."
Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels