Sakaður um barnaníð: „Þær eru á höttunum eftir peningum" 8. nóvember 2010 10:43 Ægir Geirdal sést hér við listaverk sem hann hefur skapað. Býður sig fram til stjórnlagaþings. Ægir Geirdal, frambjóðandi til stjórnlagaþings, segir ekkert hæft í ásökunum tveggja kvenna um að hann hafi misnotað þær þegar stúlkurnar voru á unglingsaldri. Hann segir málið snúast um peninga og ætlar í mál við netmiðil sem birti fyrstu fréttir af málinu. „Þær eru að reyna að hafa af mér pening," segir Ægir sem telur málið allt á misskilningi byggt. „Það komu fréttir að við sem bjóðum okkur fram á stjórnlagaþingið mættum eyða 2 milljónum í auglýsingakostnað. Önnur systirin hélt að við frambjóðendur myndum fá 2 milljónir frá ríkinu og þess vegna dúkkar þessi gamla lygasaga upp." Erfið reynsla Pressan birti fyrstu fréttir af málinu um helgina. Þar var rætt við systurnar Ingibjörgu Þ Ólafsdóttur og Sigurlínu Ólafsdóttur. Þær sögðust báðar hafa orðið fyrir barðinu á Ægi og sú reynsla hafi fylgt þeim fram á unglingsár. Systurnar hafa opnað bloggsíðu á netinu þar sem þær greina í smáatriðum frá samskiptum sínum við Ægi. Ægir segir það undarlegt að þessar ásakanir komi fram núna og bendir á að greinin hafi birst á sama tíma og frambjóðendur hafi mátt byrja eyða pening í fjölmiðlum. Jafnframt sé skrýtið að fram af því hafi hann margoft hitt aðra systurina, Ingibjörgu í tengslum við atvinnuleit í miðstöð Símenntunar í Krossmóum í Reykjanesbæ þar sem Ingibjörg vinnur. „Þetta er bara vitleysa. Skoðaðu bara myndirnar af þessum konum sem hafa birst með fréttunum. Þær eru ekki niðurbrotin fórnarlömb heldur skælbrosandi, geislandi af kátínu og elsku. Ef þær líta svona vel út í dag hafa samskipti þeirra við mig í gamla daga ekki haft mikil áhrif á þær." En hver voru þín samskipti við stúlkurnar? „Ég þekkti þessar stelpur bara. Þær voru í einhverju rugli og vildu að ég myndi þegja yfir því," segir Ægir. Stendur við sitt Vísir hafði samband við aðra systurina, Ingibjörgu, sem segir þær standa við sína frásögn. Hún staðfesti að hafa hitt Ægi á göngunum hjá miðstöð Símenntunar í Reykjanesbæ og sú reynsla hafi verið erfið. „Við opnuðum þetta mál fyrst árið 1991 en höfum ekki fengið neinn með okkur í lið, ekki lögin, ekki embættismennina en nú virðist vera andrúmsloft í samfélaginu til að opna fyrir umræðu um þessi mál." Ægir Geirdal hefur áður komist í fréttirnar. Árið 2002 birtust fréttir af Ægi þar sem honum var vikið úr starfi vaktmanns í Búnaðarbanka Íslands eftir að til hans sást á öryggismyndbandi að eiga við gögn á skrifborði bankastjóra. Ægir hélt því fram að hann hafi sett á svið leikþátt til að vekja athygli á öryggismálum innan bankans. Árið 2008 var Ægir svo aftur í fréttum þegar hann fann tvo trékrossa við Vogavík undir Stapa. Ægir er í fréttum titlaður listamaður og öryggisvörður og sagðist halda því fram að þarna væri um gamlan grafreit að ræða. Frá hruni hefur svo mikið borið á Ægi í mótmælunum tengdum hruninu þar sem Ægir hefur talað máli þeirra sem misst hafa atvinnu sína. „Ég held mínu striki varðandi framboðið til stjórnlagaþings. Þetta mál sýnir að aðrir frambjóðendur geta átt von á ýmsu. Það er eins og ég hef alltaf sagt: Lífið kemur manni sífellt á óvart." Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ægir Geirdal, frambjóðandi til stjórnlagaþings, segir ekkert hæft í ásökunum tveggja kvenna um að hann hafi misnotað þær þegar stúlkurnar voru á unglingsaldri. Hann segir málið snúast um peninga og ætlar í mál við netmiðil sem birti fyrstu fréttir af málinu. „Þær eru að reyna að hafa af mér pening," segir Ægir sem telur málið allt á misskilningi byggt. „Það komu fréttir að við sem bjóðum okkur fram á stjórnlagaþingið mættum eyða 2 milljónum í auglýsingakostnað. Önnur systirin hélt að við frambjóðendur myndum fá 2 milljónir frá ríkinu og þess vegna dúkkar þessi gamla lygasaga upp." Erfið reynsla Pressan birti fyrstu fréttir af málinu um helgina. Þar var rætt við systurnar Ingibjörgu Þ Ólafsdóttur og Sigurlínu Ólafsdóttur. Þær sögðust báðar hafa orðið fyrir barðinu á Ægi og sú reynsla hafi fylgt þeim fram á unglingsár. Systurnar hafa opnað bloggsíðu á netinu þar sem þær greina í smáatriðum frá samskiptum sínum við Ægi. Ægir segir það undarlegt að þessar ásakanir komi fram núna og bendir á að greinin hafi birst á sama tíma og frambjóðendur hafi mátt byrja eyða pening í fjölmiðlum. Jafnframt sé skrýtið að fram af því hafi hann margoft hitt aðra systurina, Ingibjörgu í tengslum við atvinnuleit í miðstöð Símenntunar í Krossmóum í Reykjanesbæ þar sem Ingibjörg vinnur. „Þetta er bara vitleysa. Skoðaðu bara myndirnar af þessum konum sem hafa birst með fréttunum. Þær eru ekki niðurbrotin fórnarlömb heldur skælbrosandi, geislandi af kátínu og elsku. Ef þær líta svona vel út í dag hafa samskipti þeirra við mig í gamla daga ekki haft mikil áhrif á þær." En hver voru þín samskipti við stúlkurnar? „Ég þekkti þessar stelpur bara. Þær voru í einhverju rugli og vildu að ég myndi þegja yfir því," segir Ægir. Stendur við sitt Vísir hafði samband við aðra systurina, Ingibjörgu, sem segir þær standa við sína frásögn. Hún staðfesti að hafa hitt Ægi á göngunum hjá miðstöð Símenntunar í Reykjanesbæ og sú reynsla hafi verið erfið. „Við opnuðum þetta mál fyrst árið 1991 en höfum ekki fengið neinn með okkur í lið, ekki lögin, ekki embættismennina en nú virðist vera andrúmsloft í samfélaginu til að opna fyrir umræðu um þessi mál." Ægir Geirdal hefur áður komist í fréttirnar. Árið 2002 birtust fréttir af Ægi þar sem honum var vikið úr starfi vaktmanns í Búnaðarbanka Íslands eftir að til hans sást á öryggismyndbandi að eiga við gögn á skrifborði bankastjóra. Ægir hélt því fram að hann hafi sett á svið leikþátt til að vekja athygli á öryggismálum innan bankans. Árið 2008 var Ægir svo aftur í fréttum þegar hann fann tvo trékrossa við Vogavík undir Stapa. Ægir er í fréttum titlaður listamaður og öryggisvörður og sagðist halda því fram að þarna væri um gamlan grafreit að ræða. Frá hruni hefur svo mikið borið á Ægi í mótmælunum tengdum hruninu þar sem Ægir hefur talað máli þeirra sem misst hafa atvinnu sína. „Ég held mínu striki varðandi framboðið til stjórnlagaþings. Þetta mál sýnir að aðrir frambjóðendur geta átt von á ýmsu. Það er eins og ég hef alltaf sagt: Lífið kemur manni sífellt á óvart."
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira