Umfjöllun: Blikar vel að titlinum komnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2010 00:01 Blikar fagna eftir leikinn í dag. Mynd/Anton Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari karla í knattspyrnu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag. Þökk sé tapi Eyjamanna í Keflavík á sama tíma dugði Blikum jafnteflið. Þeir hlutu 44 stig, jafn mörg og FH sem vann Fram í dag en með betra markahlutfall. ÍBV varð svo í þriðja sæti með 42 stig. Fyrri hálfleikur í dag var mjög fjörugur. Heimamenn byrjuðu mun betur og áttu nokkur hálffæri í upphafi leiks. Þorvaldur Árnason komst næst því að skora fyrir Stjörnuna er hann skallaði boltann hárfínt yfir mark Blikanna eftir hornspyrnu. Breiðablik komst aðeins meira inn í leikinn eftir þetta og fóru að halda boltanum betur innan liðsins. Kristinn Steindórsson komst inn fyrir vörn Stjörnumanna og í gott færi en skot hans fór fram hjá marki heimamanna. Blikar gerðust svo aðgangsharðir upp við mark Stjörnunnar undir lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Þeir byrjuðu á svipuðum nótum í síðari hálfleik en enn kom ekkert úr sóknarlotum þeirra. Það vantaði einfaldlega að reka smiðshöggið á sóknarloturnar. Eftir þetta fjaraði leikurinn einfaldlega út. Bæði lið áttu tvær hættulegar marktilraunir sem komu nánast upp úr engu. Á 66. mínútu fór boltinn af Daníel Laxdal og mátti Ingvar Kale hafa sig allan við að verja boltann í horn. Það gerði hann með miklum tilþrifum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti svo Guðmundur Kristjánsson gott skot að marki af um 25-30 metra færi og mátti litlu muna að fast skot hans hefði hæft markið. En þegar þarna var komið var ljóst í hvað stefndi í Keflavík og að jafnteflið myndi duga Blikum. Því var lagt ofurkapp á að verjast, halda boltanum og taka engar óþarfa áhættur. Það gekk upp og Blikar fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaflokki í leikslok. Niðurstaðan er einfaldlega sú að Blikarnir eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa verið lofaðir fyrir skemmtilegan sóknarleik í allt sumar en að lokum var það traustur varnarleikur sem tryggði titilinn. Liðið hélt hreinu í dag og fékk reyndar á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Blikar unnu titilinn á markatölu sem var það góð að önnur lið voru langt frá því að ógna henni. Stjarnan - Breiðablik 0-0 Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 2.870.Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8)Skot (á mark): 10-10 (3-4)Varin skot: Bjarni 4 - Ingvar 3Horn: 9-8Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-5Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 (90. Hreiðar Ingi Ársælsson -) Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 Arnar Már Björgvinsson 5 Víðir Þorvarðarson 5 (79. Hafsteinn Rúnar Helgason -) Ólafur Karl Finsen 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 8 - maður leiksins Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 7 Jökull Elísabetarson 6 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (90. Tómas Óli Garðarsson -) Kristinn Steindórsson 6 Andri Rafn Yeoman 5Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Breiðablik varð í dag Íslandsmeistari karla í knattspyrnu eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í dag. Þökk sé tapi Eyjamanna í Keflavík á sama tíma dugði Blikum jafnteflið. Þeir hlutu 44 stig, jafn mörg og FH sem vann Fram í dag en með betra markahlutfall. ÍBV varð svo í þriðja sæti með 42 stig. Fyrri hálfleikur í dag var mjög fjörugur. Heimamenn byrjuðu mun betur og áttu nokkur hálffæri í upphafi leiks. Þorvaldur Árnason komst næst því að skora fyrir Stjörnuna er hann skallaði boltann hárfínt yfir mark Blikanna eftir hornspyrnu. Breiðablik komst aðeins meira inn í leikinn eftir þetta og fóru að halda boltanum betur innan liðsins. Kristinn Steindórsson komst inn fyrir vörn Stjörnumanna og í gott færi en skot hans fór fram hjá marki heimamanna. Blikar gerðust svo aðgangsharðir upp við mark Stjörnunnar undir lok hálfleiksins en allt kom fyrir ekki. Þeir byrjuðu á svipuðum nótum í síðari hálfleik en enn kom ekkert úr sóknarlotum þeirra. Það vantaði einfaldlega að reka smiðshöggið á sóknarloturnar. Eftir þetta fjaraði leikurinn einfaldlega út. Bæði lið áttu tvær hættulegar marktilraunir sem komu nánast upp úr engu. Á 66. mínútu fór boltinn af Daníel Laxdal og mátti Ingvar Kale hafa sig allan við að verja boltann í horn. Það gerði hann með miklum tilþrifum. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka átti svo Guðmundur Kristjánsson gott skot að marki af um 25-30 metra færi og mátti litlu muna að fast skot hans hefði hæft markið. En þegar þarna var komið var ljóst í hvað stefndi í Keflavík og að jafnteflið myndi duga Blikum. Því var lagt ofurkapp á að verjast, halda boltanum og taka engar óþarfa áhættur. Það gekk upp og Blikar fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í karlaflokki í leikslok. Niðurstaðan er einfaldlega sú að Blikarnir eru vel að titlinum komnir. Þeir hafa verið lofaðir fyrir skemmtilegan sóknarleik í allt sumar en að lokum var það traustur varnarleikur sem tryggði titilinn. Liðið hélt hreinu í dag og fékk reyndar á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Blikar unnu titilinn á markatölu sem var það góð að önnur lið voru langt frá því að ógna henni. Stjarnan - Breiðablik 0-0 Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 2.870.Dómari: Gunnar Jarl Jónsson (8)Skot (á mark): 10-10 (3-4)Varin skot: Bjarni 4 - Ingvar 3Horn: 9-8Aukaspyrnur fengnar: 7-9Rangstöður: 2-5Stjarnan (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 7 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Bjarnason 6 Daníel Laxdal 7 Hilmar Þór Hilmarsson 6 (90. Hreiðar Ingi Ársælsson -) Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 6 Arnar Már Björgvinsson 5 Víðir Þorvarðarson 5 (79. Hafsteinn Rúnar Helgason -) Ólafur Karl Finsen 6Breiðablik (4-3-3): Ingvar Þór Kale 8 - maður leiksins Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 7 Jökull Elísabetarson 6 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (90. Tómas Óli Garðarsson -) Kristinn Steindórsson 6 Andri Rafn Yeoman 5Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira