Innlent

Börðust við eld í hesthúsi

Myndatökumaður Stöðvar 2 var á vettvangi í gærkvöldi þegar hesthús brann í Mosfellsbæ. Níu hestum var bjargað fyrir snarræði og voru fleiri hesthús rýmd til öryggis. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsævðinu var sent á vettvang, enda var hvassviðri og hætta á að eldurinn næði mikilli útbreiðslu. Húsið sem brann, er eitt af fimm í sambyggðri lengju, og eyðilagðist næsta bil líka, en slökkviliðsmönnum tókst að hefta frekari útbreiðslu eldsins. Slökkvistarfi lauk upp úr miðnætti en vakt var staðin á brunastað í nótt. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×