Óeirðaseggir gætu skaðað málstaðinn 12. nóvember 2010 06:00 Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistarnemi, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælunum, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir vina hennar hafi verið í hópi þeirra 50.000 mótmælenda sem gagnrýndu fyrirhugaða hækkun námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skapaði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nærliggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækjum og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþotum. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemningin meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið neikvæðara. „Þannig að það eru margir ósáttir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endurtekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistarnemi, Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælunum, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir vina hennar hafi verið í hópi þeirra 50.000 mótmælenda sem gagnrýndu fyrirhugaða hækkun námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skapaði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nærliggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækjum og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþotum. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemningin meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið neikvæðara. „Þannig að það eru margir ósáttir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endurtekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira