Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2010 18:20 Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira
Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sjá meira