Manndrápstilraun í Bústaðarhverfi: Vildu á aðra milljón í "sekt" Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2010 18:20 Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Skotárásin í Ásgarði í gær var tilraun til manndráps, að mati lögreglunnar. Fjölskyldufaðirinn sem varð fyrir árásinni segir börn sín hafa verið lögð í lífshættu. Fjórir menn voru úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald, en dómari féllst ekki á varðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina. Mennirnir komu á tveimur bílum, jeppa og fólksbíl, að Ásgarði í Reykjavík. Þeir bönkuðu fyrst, fóru síðan að sparka í hurðina og að lokum var tekið upp skotvopn og þremur skotum skotið á hurðina. Þetta segir fjölskyldufaðirinn, ungur maður á þrítugsaldri. Faðir tveggja ungra barna.Eiga allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum Mennirnir, sem voru samkvæmt heimildum fréttastofu grunaðir um að hafa verið gerðir út af öðrum, eiga sér allir bakgrunn úr fíkniefnaheiminum. Einnig maðurinn sem á húsið sem ráðist var á. Maðurinn sem grunaður er um að hafa sent þá af stað og skipulagt árásina mun hafa komið áður, a.m.k þrisvar sinnum í Ásgarðinn og gripið í tómt því fjölskyldufaðirinn vildi ekki greiða tilbúna kröfu, það sem í glæpaheiminum er kallað sekt, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var fjárhæðin hærri en ein milljón króna. Eiginkona mannsins sagði við Stöð 2 að maðurinn hefði lent á "röngum stað á röngum tíma" og því hafi verið gefin út sekt á hendur honum í undirheimum, en samkvæmt heimildum fréttastofu er manninum kennt um handtöku annars manns sem hefur tengsl við undirheimana vegna atviks þar sem fíkniefnaviðskipti komu við sögu. Maðurinn vildi ekki veita Stöð 2 viðtal, en sagðist þó hafa óttast um líf sitt og barna sinna. Skotin þrjú fóru öll gegnum hurðina en mikil mildi var að engan sakaði. Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum og voru árásarmennirnir handteknir á víð og dreif um hverfið. Einn lögreglumaður slasaðist á andliti þegar einni hinna handteknu veitti honum hnefahögg. Var hann saumaður á slysadeild LSH. Líkamsárásir á hendur lögreglumönnum koma oft til þyngingar við ákvörðun refsingar því slík líkamsárás er í raun tvö afbrot þar sem árás á lögreglumann er einnig brot gegn valdstjórninni.Allir undir áhrifum örvandi fíkniefna Árásarmennirnir , sem eru taldir hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna, voru leiddir fyrir dómara í dag og voru fjórir þeirra úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Mennirnir eru grunaðir um tilraun til manndráps, samkvæmt gæsluvarðhaldskröfunni, en einnig húsbrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, brot á vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Gæsluvarðhalds var synjað yfir fimmta manninum sem grunaður er um að hafa skipulagt árásina, en Brynjar Níelsson er verjandi hans. Brynjar, hann er talinn meintur höfuðpaur í þessu máli. Hvers vegna gengur hann laus? „Það er mjög einföld ástæða fyrir því. Það var ekki talinn rökstuddur grunur í skilningi laganna og þess vegna var ekki orðið við kröfu um gæsluvarðhald." Brynjar vísar til þess að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sannfæra dómarann í málinu um að rökstuddur grunur um aðild hins meinta höfuðpaurs hafi verið fyrir hendi, m.a vegna skorts á sönnunargögnum. Lögmenn sakborninga sem tengjast málinu og fréttastofa ræddi við segja að mikil reiði sé vegna árásarinnar í undirheimum og manninum verði hugsanlega veitt vernd. Fjölskyldufaðirinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, segist ekki vera lengur hræddur um líf sitt. Hann var ekki tilbúinn að veita Stöð 2 viðtal af ótta við að það hefði sínar afleiðingar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira