Innlent

Rafmagn datt út á Litla Hrauni

Mynd/E.Ól.
Rafmagn datt út í skamma stund víða Suðurlandi klukkan rúmlega hálf tvö í dag, þar á meðal í fangelsinu á Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Selfossi flaug álft á rafmagnsstreng norður af fangelsinu sem varð til þess að strengurinn féll til jarðar. Út frá því komst eldur í sinu sem leiddi síðan til þess að rafmagn sló út á stóru svæði.

Rafmagnsleysið hafði ekki nein áhrif á starfsemina á Litla-Hrauni því fáeinum sekúndum eftir að rafmagnið datt út fór vararafstöð þar í gang.

Viðgerðarmenn höfðu snar handtök því rafmagn var komið á aftur fyrir klukkan tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×