Íslenski boltinn

Ian Jeffs semur við ÍBV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ian Jeffs
Ian Jeffs Mynd/Vilhelm

Ian Jeffs hefur samþykkt að ganga í raðir ÍBV og hann mun skrifa undir eins árs samning við félagið klukkan 17.00 í dag.

Jeffs kemur til félagsins frá Val en hann var þar áður í herbúðum Fylkis.

Hann lék einnig með ÍBV á sínum tíma og þekkir því vel til í Eyjum.

Ástæðan fyrir því að hann gerir aðeins eins árs samning er sú að hann stefnir á nám erlendis á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×