Innlent

Fimm handteknir í annarlegu ástandi við Skautahöllina

Mynd/Pjetur

Fimm einstaklingar voru handteknir í annarlegu ástandi við Skautahöllin í Reykjavík í hádeginu í dag. Hópurinn hafði áður ekið utan í bifreið við Bústaðaveg og bensíndælu á bensínstöð í Álfheimum. Í framhaldinu hóf lögregla leit af bifreiðinni en barst skömmu síðar tilkynning um hóp af fólki í annarlegu ástandi og læti fyrir utan Skautahöllina í Laugardal.

Um er að ræða þrjár konur og tvo karla á aldrinum 20-25 ára. Þau voru öll flutt á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þau verða yfirheyrð síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×