Íslenski boltinn

Eyþór Helgi aftur til HK

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eyþór Helgi fagnar gegn FH síðasta sumar.
Eyþór Helgi fagnar gegn FH síðasta sumar.

Framherjinn Eyþór Helgi Birgisson mun ekki leika með ÍBV í Pepsi-deildinni næsta sumar. Lánssamningur hans frá HK er útrunninn og Eyþór farinn aftur í borgina.

ÍBV hafði áhuga á að halda honum en HK vildi ekki sleppa honum aftur og ætlar að nota hann næsta sumar.

Eyþór átti ágæta spretti með ÍBV síðasta sumar og átti stórleik er ÍBV lagði FH í Kaplakrika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×